Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 13:30 Alexnder Petersson hefur átt magnaðan landsliðsferil. Vísir/Stefán Alexander Petersson er ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal í umspilsleikjum heima og að heiman um miðjan mánuðinn en í boði er farseðill á heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í janúar á næsta ári. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag þar sem hópurinn var tilkynntur að Alexander gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni. „Hvort hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik veit ég ekki,“ sagði Geir um örvhentu skyttuna. Geir sagðist hafa talað þrisvar sinnum við Alexander um verkefnið en á endanum ákvað hann að gefa ekki kost á sér. Aðspurður hvort um meiðsli væri að ræða eða aðrar ástæður svaraði Geir: „Það hefur verið gríðarlegt álag á honum en ástæðurnar eru ýmsar. Ég skil ákvörðun hans þó ég sé henni ekki sammála,“ sagði Geir Sveinsson nokkuð svekktur með að geta ekki beitt Alexander í þessum mikilvægum leikjum. „Þið verðið bara að spyrja hann nánar út í ástæður þess að hann gefur ekki kost á sér,“ bætti Geir við. Alexander hefur eins og undanfarin ár glímt við meiðsli á yfirstandandi leiktíð og verið nokkuð hvíldur hjá Rhein-Neckar Löwen sem stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli. Hann spilaði síðast landsleik gegn Króatíu á EM í Póllandi í janúar. Alexander hefur á löngum ferli með landsliðinu spilað 173 leiki og skorað 694 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki 2010. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Alexander Petersson er ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal í umspilsleikjum heima og að heiman um miðjan mánuðinn en í boði er farseðill á heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í janúar á næsta ári. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag þar sem hópurinn var tilkynntur að Alexander gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni. „Hvort hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik veit ég ekki,“ sagði Geir um örvhentu skyttuna. Geir sagðist hafa talað þrisvar sinnum við Alexander um verkefnið en á endanum ákvað hann að gefa ekki kost á sér. Aðspurður hvort um meiðsli væri að ræða eða aðrar ástæður svaraði Geir: „Það hefur verið gríðarlegt álag á honum en ástæðurnar eru ýmsar. Ég skil ákvörðun hans þó ég sé henni ekki sammála,“ sagði Geir Sveinsson nokkuð svekktur með að geta ekki beitt Alexander í þessum mikilvægum leikjum. „Þið verðið bara að spyrja hann nánar út í ástæður þess að hann gefur ekki kost á sér,“ bætti Geir við. Alexander hefur eins og undanfarin ár glímt við meiðsli á yfirstandandi leiktíð og verið nokkuð hvíldur hjá Rhein-Neckar Löwen sem stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli. Hann spilaði síðast landsleik gegn Króatíu á EM í Póllandi í janúar. Alexander hefur á löngum ferli með landsliðinu spilað 173 leiki og skorað 694 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki 2010.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47