Forsetinn og hugsjónirnar Viðar Hreinsson skrifar 6. júní 2016 16:23 Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Viðar Hreinsson Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun