Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Birgir Örn Steinarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. júní 2016 12:15 Nú eru liðin tvö og hálft ár síðan Eva María Þorvarðardóttir lést í partýi í Vesturbæ Reykjavíkur en banamein hennar var margfaldur dauðaskammtur af efninu MDMA, einnig þekkt sem Mollý. Faðir hennar, Þorvarður Helgason, hefur endurtekið óskað eftir upplýsingum um hvað átti sér stað í umræddu partýi og biðlar nú til rapparans Gísla Pálma Sigurðssonar um frekari upplýsingar um dauðsfall dóttur sinnar en Eva María fannst á heimili rapparans. Þorvarður telur að það hafi verið Gísli Pálmi sem hringdi á Neyðarlínuna eftir að dóttir hans fannst meðvitundarlaus í íbúðinni. Þetta er í þriðja sinn sem Þorvarður reynir að biðla til fólks í partýinu um upplýsingar í gegnum fjölmiðla. Fyrst í október árið 2014, þegar fjallað var um málið í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2, og svo aftur í október í fyrra í viðtali á Vísi. Þetta er þó fyrsta skiptið sem hann nefnir Gísla Pálma á nafn. Myndbandsupptöku af viðtali Vísis við Þorvarð má sjá hér að ofan.Trúa því að um slys hafi verið að ræðaLögreglan sá enga ástæðu á sínum tíma til þess að rannsaka málið sem sakamál. Einu upplýsingarnar sem fjölskyldu Evu Maríu hafa borist komu úr skýrslu lögreglunnar um málið. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann og eiginkona sín trúi því að um slys hafi verið að ræða. Engu að síður sé það þeirra vilji að fá frekari upplýsingar um hvað gerðist þetta kvöld „Þó að það breyti engu í dag þá er maður einhvern veginn þannig gerður að maður vill vita ástæður fyrir hlutum,“ segir Þorvarður. „Sérstaklega þegar hlutir verða með þeim hætti sem núna var. Við hefðum gjarnan viljað vita eitthvað meira en við vitum.“ Maðurinn sem hringdi í neyðarlínuna tilkynnti að þar væri ung stúlka hætt að anda eftir að hafa fallið í áfengisdauða. Maðurinn gerði tilraunir til endurlífgunar eftir leiðbeiningum Neyðarlínunnar sem báru ekki árangur. Í því samtali var hann spurður hvort stúlkan hefði innbyrt einhver önnur efni en áfengi en hann sagðist ekkert vita um það. Krufningaskýrsla leiddi í ljós að Eva hafði innbyrt margfalt það magn af MDMA sem talið er geta leitt til dauða. Við það lamaðist miðtaugakerfi hennar með þeim afleiðingum að hjarta hennar stöðvaðist. Í fréttaskýringaþættinum Brestum, sem fjallaði um málið í október 2014, var birt ljósmynd sem samkvæmt heimildum þáttarins var tekin í partýinu. Á myndinni sjást e-töflur, MDMA, kókaín, gras og lyfseðilsskyld lyf sem vinsælt þykir að blanda út í orkudrykki. Í þættinum var einnig birt upptaka af símtalinu til Neyðarlínunnar. Þar var rödd mannsins breytt.Upptökuna má heyra hér fyrir neðan. Óhætt er að vara við henni.Vonuðust eftir því að Gísli hefði sambandÍ sjónvarpsþættinum Brestum biðluðu foreldrar Evu Maríu til þeirra sem í partýinu voru um upplýsingar. Þrátt fyrir þetta og aðrar tilraunir þeirra til þess að fá frekari upplýsingar um málið hefur enginn sett sig í samband við þau. „Við vitum hver var skráður í hús þarna og var húsráðandi. Við höfum svo sem ekkert reynt að setja okkur í samband við þann aðila eða hafa samband við hann á nokkurn hátt. Þegar við biðluðum um það á sínum tíma þá áttum við nú kannski von á því að heyra frá þeim aðila líka en það er ekki þannig.“Hver var það?„Það er þekktur tónlistarmaður og rappari á Íslandi sem að okkur er tjáð, án þess að ég hafi fullkomna vitneskju fyrir því, að það sé Gísli Pálmi.“Hafið þið einhver tengsl við hann? Einhverja leið til þess að koma skilaboðum á framfæri til hans?„Nei, við höfum svo sem ekkert leitast eftir því. Það eina sem við höfum í höndunum er niðurstaða skýrslu frá lögreglunni. Við höfum aldrei reynt að setja okkur í beint samband við hann en við höfðum vonast eftir því að hann eða einhver annar sem var staddur þarna í partýinu þessa nótt hefði samband við okkur. En það hefur ekki gerst.“ Vísir hafði samband við Gísla Pálma við vinnslu fréttarinnar. Hann sagði málið vera viðkvæmt og að hann vildi þar af leiðandi ekki tjá sig um það í fjölmiðlum. Eva María var 21 árs gömul og henni er lýst af vinum sínum og fjölskyldu sem glaðlyndri og fjörugri stúlku sem gaf mikið af sér til annarra. Hún stundaði hestamennsku frá unga aldri og lagði mikinn metnað í íþróttina sem skilaði henni góðum árangri. Hún starfaði í tískuvöruverslun við Laugaveg og átti marga vini og kunningja. Þeir sem hana þekktu segja hana ekki hafa átt neina neyslusögu og kom dánarorsökin foreldrum hennar í opna skjöldu.Miðað við það magn sem lögregla hefur lagt hald á eru vísbendingar til þess að gríðarlegt magn MDMA sé í gangi á Íslandi.VísirGríðarlegt magn MDMA í umferðVísbendingar eru á lofti að gríðarleg eftirspurn sé eftir MDMA og e-pillum á Íslandi en í fyrra lagði lögregla hald á meira magn en nokkru sinni fyrr. Árið 2011 lagði lögregla hald á 78.099 e-pillur og 287 grömmum af efninu í duft formi. Árið 2012 lagði lögregla hald á 1176 grömmum af efninu í duft formi og 2100 stykkjum af e-pillum. Í fyrra var algjör sprengja hjá lögreglu hvað efnið varðar en þá náðust 23.862 grömm af efninu í duft formi og 213.270 stykki í pillu formi. E-pillur innihalda að stórum hluta MDMA í bland við önnur efnið en misjafnt getur verið hver þau eru. Á síðu SÁÁ er tekið fram að söluverð eins gramms á götunni sé 20 þúsund krónur og því um gríðarlega mikla fjármuni að ræða. Í húsleitum lögreglunnar hafa fundist vélar sem notaðar eru til þess að þrykkja töflur og því full ástæða til þess að áætla að e-pillur séu nú framleiddar hér á landi. Það sem er af þessu ári hefur lögregla lagt hald á 201 grammi af MDMA í 44 handlagningum og 442 stykki af e-pilllum í 30 haldlagningum. Fyrir ári síðan lést Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir, 17 ára stúlka frá Akranesi, eftir að hafa innbyrt eina og hálfa töflu sem keypt var hér á landi. Foreldrar hennar segja það hafa verið í fyrsta og eina skiptið sem hún hafi innbyrt efnið. Þau hafa í fjölmiðlum óskað þess að þær upplýsingar komist á framfæri og verði vonandi öðrum víti til varnaðar. „Von okkar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft,“ sagði í yfirlýsingu frá aðstandendum í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur fíkniefnabrotum farið fækkandi hér á landi undanfarna mánuði. Deild sem sá um götueftirlit hefur verið lögð niður og hefur lögregla ekki haft mikil afskipti vegna fíkniefnabrota á þessu ári. Skráð fíkniefnabrot í apríl voru 76 talsins en það er nokkuð minna en var mánuðina á undan.Skylda að koma viðvörunum til ungs fólksÞorvarður hefur eftir dauða dóttur sinnar nokkrum sinnum komið fram í fjölmiðlum þegar fjallað hefur verið um MDMA og skaðsemi þess. „Eftir að maður lendir í svona aðstæðum og hremmingum þá að sjálfsögðu finnst okkur það bara vera skylda okkar að reyna að koma á framfæri einhverri viðvörun til ungs fólks. Við vitum að eitt skipti getur verið einu skipti of mikið. Eitt skipti getur bundið enda á allt líf fólks. Við höfum alltaf talað þannig, og hugsum, að það sé sigur fyrir okkur sem höfum lent í þessu ef við fáum einhvern ungling eða hvern þann sem gengur með þá hugsun að langa til að prófa þessa hluti að láta það vera. Nýta hugsunina í eitthvað annað. Eitt skipti getur, eins og sagan segir okkur, getur drepið. Fyrir hvern þann sem fæst til þess að hugsa til baka eða endurskoða hug sinn varðandi þessi mál, helst af öllu að hætta við og snerta þetta ekki, þá er það sigur fyrir okkur.“Myndbandsupptöku af seinni hluta viðtalsins við Þorvarð má sjá hér að ofan.Hefur leitað í óhefðbundin lífstíl frá því að hann var 11 áraGísli Pálmi kom nýverið fram í sjónvarpsþættinum Rapp í Reykjavík þar sem hann tjáði sig meðal annars um fíkniefnanotkun sína. Þar greindi hann meðal annars frá því að hafa verið „böstaður harkalega“ á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í fyrra. Einnig greindi hann frá því þar að hafa verið byrjaður að leita í óhefðbundinn lífsstíl þegar hann var 11 ára gamall. Skýra vísun í fíkniefnaneyslu má finna í textum Gísla Pálma sem margir fjalla um heim eiturlyfja og glæpa. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti,“ segir Gísli meðal annars í viðtalinu. „Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“Umfjöllun Bresta í heild sinni frá því í október 2014 má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Tískusveiflur ráða fíkniefnaneyslunni Tískusveiflur geta valdið því að lagt er hald á minna magn harðra fíkniefna á landinu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áherslur lögreglu líka geta ráðið því hversu mikið magn er haldlagt. Mikið magn var haldlagt á föstudaginn langa. 11. apríl 2015 13:00 Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Vill auka umræðuna um skaðsemi fíkniefna: „Þetta er bara eins og rúlletta“ Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi. 21. október 2015 21:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Nú eru liðin tvö og hálft ár síðan Eva María Þorvarðardóttir lést í partýi í Vesturbæ Reykjavíkur en banamein hennar var margfaldur dauðaskammtur af efninu MDMA, einnig þekkt sem Mollý. Faðir hennar, Þorvarður Helgason, hefur endurtekið óskað eftir upplýsingum um hvað átti sér stað í umræddu partýi og biðlar nú til rapparans Gísla Pálma Sigurðssonar um frekari upplýsingar um dauðsfall dóttur sinnar en Eva María fannst á heimili rapparans. Þorvarður telur að það hafi verið Gísli Pálmi sem hringdi á Neyðarlínuna eftir að dóttir hans fannst meðvitundarlaus í íbúðinni. Þetta er í þriðja sinn sem Þorvarður reynir að biðla til fólks í partýinu um upplýsingar í gegnum fjölmiðla. Fyrst í október árið 2014, þegar fjallað var um málið í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2, og svo aftur í október í fyrra í viðtali á Vísi. Þetta er þó fyrsta skiptið sem hann nefnir Gísla Pálma á nafn. Myndbandsupptöku af viðtali Vísis við Þorvarð má sjá hér að ofan.Trúa því að um slys hafi verið að ræðaLögreglan sá enga ástæðu á sínum tíma til þess að rannsaka málið sem sakamál. Einu upplýsingarnar sem fjölskyldu Evu Maríu hafa borist komu úr skýrslu lögreglunnar um málið. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann og eiginkona sín trúi því að um slys hafi verið að ræða. Engu að síður sé það þeirra vilji að fá frekari upplýsingar um hvað gerðist þetta kvöld „Þó að það breyti engu í dag þá er maður einhvern veginn þannig gerður að maður vill vita ástæður fyrir hlutum,“ segir Þorvarður. „Sérstaklega þegar hlutir verða með þeim hætti sem núna var. Við hefðum gjarnan viljað vita eitthvað meira en við vitum.“ Maðurinn sem hringdi í neyðarlínuna tilkynnti að þar væri ung stúlka hætt að anda eftir að hafa fallið í áfengisdauða. Maðurinn gerði tilraunir til endurlífgunar eftir leiðbeiningum Neyðarlínunnar sem báru ekki árangur. Í því samtali var hann spurður hvort stúlkan hefði innbyrt einhver önnur efni en áfengi en hann sagðist ekkert vita um það. Krufningaskýrsla leiddi í ljós að Eva hafði innbyrt margfalt það magn af MDMA sem talið er geta leitt til dauða. Við það lamaðist miðtaugakerfi hennar með þeim afleiðingum að hjarta hennar stöðvaðist. Í fréttaskýringaþættinum Brestum, sem fjallaði um málið í október 2014, var birt ljósmynd sem samkvæmt heimildum þáttarins var tekin í partýinu. Á myndinni sjást e-töflur, MDMA, kókaín, gras og lyfseðilsskyld lyf sem vinsælt þykir að blanda út í orkudrykki. Í þættinum var einnig birt upptaka af símtalinu til Neyðarlínunnar. Þar var rödd mannsins breytt.Upptökuna má heyra hér fyrir neðan. Óhætt er að vara við henni.Vonuðust eftir því að Gísli hefði sambandÍ sjónvarpsþættinum Brestum biðluðu foreldrar Evu Maríu til þeirra sem í partýinu voru um upplýsingar. Þrátt fyrir þetta og aðrar tilraunir þeirra til þess að fá frekari upplýsingar um málið hefur enginn sett sig í samband við þau. „Við vitum hver var skráður í hús þarna og var húsráðandi. Við höfum svo sem ekkert reynt að setja okkur í samband við þann aðila eða hafa samband við hann á nokkurn hátt. Þegar við biðluðum um það á sínum tíma þá áttum við nú kannski von á því að heyra frá þeim aðila líka en það er ekki þannig.“Hver var það?„Það er þekktur tónlistarmaður og rappari á Íslandi sem að okkur er tjáð, án þess að ég hafi fullkomna vitneskju fyrir því, að það sé Gísli Pálmi.“Hafið þið einhver tengsl við hann? Einhverja leið til þess að koma skilaboðum á framfæri til hans?„Nei, við höfum svo sem ekkert leitast eftir því. Það eina sem við höfum í höndunum er niðurstaða skýrslu frá lögreglunni. Við höfum aldrei reynt að setja okkur í beint samband við hann en við höfðum vonast eftir því að hann eða einhver annar sem var staddur þarna í partýinu þessa nótt hefði samband við okkur. En það hefur ekki gerst.“ Vísir hafði samband við Gísla Pálma við vinnslu fréttarinnar. Hann sagði málið vera viðkvæmt og að hann vildi þar af leiðandi ekki tjá sig um það í fjölmiðlum. Eva María var 21 árs gömul og henni er lýst af vinum sínum og fjölskyldu sem glaðlyndri og fjörugri stúlku sem gaf mikið af sér til annarra. Hún stundaði hestamennsku frá unga aldri og lagði mikinn metnað í íþróttina sem skilaði henni góðum árangri. Hún starfaði í tískuvöruverslun við Laugaveg og átti marga vini og kunningja. Þeir sem hana þekktu segja hana ekki hafa átt neina neyslusögu og kom dánarorsökin foreldrum hennar í opna skjöldu.Miðað við það magn sem lögregla hefur lagt hald á eru vísbendingar til þess að gríðarlegt magn MDMA sé í gangi á Íslandi.VísirGríðarlegt magn MDMA í umferðVísbendingar eru á lofti að gríðarleg eftirspurn sé eftir MDMA og e-pillum á Íslandi en í fyrra lagði lögregla hald á meira magn en nokkru sinni fyrr. Árið 2011 lagði lögregla hald á 78.099 e-pillur og 287 grömmum af efninu í duft formi. Árið 2012 lagði lögregla hald á 1176 grömmum af efninu í duft formi og 2100 stykkjum af e-pillum. Í fyrra var algjör sprengja hjá lögreglu hvað efnið varðar en þá náðust 23.862 grömm af efninu í duft formi og 213.270 stykki í pillu formi. E-pillur innihalda að stórum hluta MDMA í bland við önnur efnið en misjafnt getur verið hver þau eru. Á síðu SÁÁ er tekið fram að söluverð eins gramms á götunni sé 20 þúsund krónur og því um gríðarlega mikla fjármuni að ræða. Í húsleitum lögreglunnar hafa fundist vélar sem notaðar eru til þess að þrykkja töflur og því full ástæða til þess að áætla að e-pillur séu nú framleiddar hér á landi. Það sem er af þessu ári hefur lögregla lagt hald á 201 grammi af MDMA í 44 handlagningum og 442 stykki af e-pilllum í 30 haldlagningum. Fyrir ári síðan lést Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir, 17 ára stúlka frá Akranesi, eftir að hafa innbyrt eina og hálfa töflu sem keypt var hér á landi. Foreldrar hennar segja það hafa verið í fyrsta og eina skiptið sem hún hafi innbyrt efnið. Þau hafa í fjölmiðlum óskað þess að þær upplýsingar komist á framfæri og verði vonandi öðrum víti til varnaðar. „Von okkar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft,“ sagði í yfirlýsingu frá aðstandendum í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur fíkniefnabrotum farið fækkandi hér á landi undanfarna mánuði. Deild sem sá um götueftirlit hefur verið lögð niður og hefur lögregla ekki haft mikil afskipti vegna fíkniefnabrota á þessu ári. Skráð fíkniefnabrot í apríl voru 76 talsins en það er nokkuð minna en var mánuðina á undan.Skylda að koma viðvörunum til ungs fólksÞorvarður hefur eftir dauða dóttur sinnar nokkrum sinnum komið fram í fjölmiðlum þegar fjallað hefur verið um MDMA og skaðsemi þess. „Eftir að maður lendir í svona aðstæðum og hremmingum þá að sjálfsögðu finnst okkur það bara vera skylda okkar að reyna að koma á framfæri einhverri viðvörun til ungs fólks. Við vitum að eitt skipti getur verið einu skipti of mikið. Eitt skipti getur bundið enda á allt líf fólks. Við höfum alltaf talað þannig, og hugsum, að það sé sigur fyrir okkur sem höfum lent í þessu ef við fáum einhvern ungling eða hvern þann sem gengur með þá hugsun að langa til að prófa þessa hluti að láta það vera. Nýta hugsunina í eitthvað annað. Eitt skipti getur, eins og sagan segir okkur, getur drepið. Fyrir hvern þann sem fæst til þess að hugsa til baka eða endurskoða hug sinn varðandi þessi mál, helst af öllu að hætta við og snerta þetta ekki, þá er það sigur fyrir okkur.“Myndbandsupptöku af seinni hluta viðtalsins við Þorvarð má sjá hér að ofan.Hefur leitað í óhefðbundin lífstíl frá því að hann var 11 áraGísli Pálmi kom nýverið fram í sjónvarpsþættinum Rapp í Reykjavík þar sem hann tjáði sig meðal annars um fíkniefnanotkun sína. Þar greindi hann meðal annars frá því að hafa verið „böstaður harkalega“ á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í fyrra. Einnig greindi hann frá því þar að hafa verið byrjaður að leita í óhefðbundinn lífsstíl þegar hann var 11 ára gamall. Skýra vísun í fíkniefnaneyslu má finna í textum Gísla Pálma sem margir fjalla um heim eiturlyfja og glæpa. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti,“ segir Gísli meðal annars í viðtalinu. „Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“Umfjöllun Bresta í heild sinni frá því í október 2014 má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Tískusveiflur ráða fíkniefnaneyslunni Tískusveiflur geta valdið því að lagt er hald á minna magn harðra fíkniefna á landinu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áherslur lögreglu líka geta ráðið því hversu mikið magn er haldlagt. Mikið magn var haldlagt á föstudaginn langa. 11. apríl 2015 13:00 Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Vill auka umræðuna um skaðsemi fíkniefna: „Þetta er bara eins og rúlletta“ Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi. 21. október 2015 21:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Tískusveiflur ráða fíkniefnaneyslunni Tískusveiflur geta valdið því að lagt er hald á minna magn harðra fíkniefna á landinu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áherslur lögreglu líka geta ráðið því hversu mikið magn er haldlagt. Mikið magn var haldlagt á föstudaginn langa. 11. apríl 2015 13:00
Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00
Vill auka umræðuna um skaðsemi fíkniefna: „Þetta er bara eins og rúlletta“ Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi. 21. október 2015 21:00