Gísli Pálmi opnaði sig á Stöð 2 í gær: „Kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2016 11:00 Gísli Pálmi talaði opinskátt um neyslu sína og lífstíl í gær. vísir Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira