Eigandi Stay Apartments segir gullæði ríkja í ferðaþjónustunni Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2016 13:21 Halldór. Geggjuð eftirspurn er eftir gistirými í Reykjavík, allt leigist og orðið gullgrafaraæði lýsir ástandinu best. Halldór Meyer, eigandi Stay Apartments, segist hafa horft á sér til skelfingar mannorði sínu sturtað niður í klósettið. Honum finnst hann grátt leikinn í athugasemdakerfum og af fjölmiðlum, en greint hefur verið frá brotalömum í starfsemi Stay Apartments. Í viðtali við Vísi segir Halldór jafnframt gullæði ríkja í ferðamannageiranum. Að hans sögn keppast menn við að komast í bransann með Evru-merki í augunum, eftirspurn eftir gistingu í Reykjavík sé gífurleg og um tíu prósent þeirra sem bjóða gistingu séu með tilskilin leyfi. Honum sárnar það mjög að vera líkt við hótelstjórann á Hótel Adam, því hann hafi lagt sig í líma við að koma vel fram við sitt starfsfólk.Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni Stay Apartments en Halldór situr undir ýmsum ásökunum, svo sem þeim að hafa ekki til staðar salernis- og kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk sitt. Strax í kjölfar þess að fram kom krafa um slík, rak Halldór starfsfólkið. Auk þess er hann sakaður um að vera ekki með leyfi fyrir öllum þeim gistirýmum sem hann sem hann leigir út. Vísir ræddi við Halldór sem tjáði sig af mikilli einlægni um ófremdarástand í þessum geira og það hvernig það er að vera á milli tannanna á fólki. Fyrst var Halldór inntur eftir þeim málum sem gerðar hafa verið athugasemdir við.Græðgi að leigja starfsmannaaðstöðuna út Vinnueftirlitið og Efling er með starfsemi Halldórs til skoðunar. Hann segist hafa átt góðan fund með Vinnueftirlitinu í gær. Hvað kom út úr því? „Ég viðurkenndi fyrir þeim að þessi starfsmannaaðstaða, sem er teiknuð sem starfsmannaðstaða, hefur ekki verið nýtt sem slík. Þegar ég hef notað hana sem slíka þá hefur hún ekki verið nýtt. Ég freistaðist til að leigja hana út, og það játa ég á mig og er ekkert annað en græðgi,“ segir Halldór.Ragnhildur hefur farið fyrir starfsfólki sem var rekið í kjölfar kvartana. Halldór segir þær uppsagnir ekki tengjast þeirri ákvörðun.Allt þetta mál hefur tekið mjög á Halldór, honum sárnar mjög hvernig það hefur verið sett fram, þá með þeim hætti að hann hafi komið illa fram við starfsfólk sitt þá með þeim hætti að standa í vegi fyrir því að slík aðstaða sé til staðar. „Það kom aldrei fram beiðni um slíkt fyrr en fyrir hálfu ári, að hún Ragnhildur fór fram á það.“Tíu prósent í geiranum með tilskilin leyfi Fram hefur komið að Halldór hafi sagt upp átta starfsmönnum, en fullyrt er í eyru blaðamanns Vísis að þeir séu tíu. Halldór segir það skýrast af því að tveir hafi verið í íhlaupum, lausráðnir sem störfuðu um helgar og komu ef á þurfti að halda. Þeir voru ekki með neinn samning. Vísir innti Halldór jafnfram eftir því hvernig horfði með leyfi fyrir þeim gistirýmum sem hann er að leigja út, en Vísir hefur heimildir fyrir því að þau séu fleiri en leyfin kveða á um. „Það er nokkuð sem ég er að vinna í að klára. Ég þarf tíma til að klára öll þau mál. Í því samhengi vil ég segja að það er innan við tíu prósent af þeim rekstraraðilum sem eru í geiranum með tilskilin leyfi. En, þetta er eitthvað sem ég er að vinna hratt og örugglega í að klára.“Brjálað ástand í ferðamannageiranum Allmennt um ástandið í ferðamannaþjónustunni segir Halldór að sannleikurinn sé sá að það sé „brjáluð eftirspurn eftir gistirými í Reykjavík. Það fyllist allt sem opnast yfir sumartímann. Freistingin er mikil, hjá mörgum að komast inní þennan bransa. Það er gullgrafaraæði en þessi markaður á eftir að þróast í faglegri átt. En, klárlega er þetta villta vesturs-ástand, gullgrafaraæði og þannig er það bara. Brotabrot þeirra sem eru í þessu eru með tilskilin leyfi og það er staðreynd.“ Halldór segist aðspurður ekki vita hvort þetta séu eðlilegir vaxtarverkir, orðið gullgrafaraæði lýsi þessu ástandi ágætlega. „Svo gerast hlutir í þessu sem margir eru ekkert voðalega stoltir af, í öllum þessum hamagangi.“Hefur lagt sig í líma við að gera vel við starfsfólk Halldór ítreka að honum sárni það mjög að vera stillt upp sem einhver starfsmannaböðull. „Mér sárnaði þetta alveg svakalega vegna þess að ég legg mig í líma við að koma vel fram við fólkið mitt, borga þeim töluvert hærri laun en gerist og gengur í þessu fagi.“ Einhverjum kann að þykja þær yfirlýsingar skjóta skökku við í ljósi þess að hann rak starfsmenn sína en Halldór segir að ástæður uppsagnanna hafi alls ekki verið þessi starfsmannarýmismál, heldur var það eitthvað sem hafði verið í deiglunni að breyta um fyrirkomulag, en vissulega hafi þetta mál orðið til að ýta á um þær breytingar. Halldór segir að viðtal við sig í RÚV hafi verið klippt og skorið – og hann reynir ekki að halda öðru fram en að hann hafi komið illa út í því. „Nú veit ég hvernig Sigmundi Davíð leið. En, ég nefndi þetta allt skýrt í viðtalinu en það var allt klippt út.“Sárnar að vera líkt við hótelstjórann á Hótel Adam Viðbrögðin við fréttunum hafa verið mikil og Halldór lýsir því eins og lest hafi keyrt yfir sig: „Hvað þessi nettröll geta verið ósvífin?! Þetta er eins og einhver ljónastía. Um leið og það kemur bein í búrið er það étið upp. ÉG sá mannorðið mitt hverfa á tíu mínútum.“ Þó Halldór finni til samkenndar með Sigmundi Davíð, ætlar hann ekki að skríða ofan í bönkerinn. „Nei, það er alls ekki minn stíll. Ég vil endilega sitja fyrir svörum. Það er til dæmis grátlegt að vera líkt við hótelstjórann á Hótel Adam. Ég legg mig fram um að reyna að ná sáttum við fólk. Ég náði því ekki við Ragnhildi, því miður.“Málið allt hefur reynst Halldóri mjög erfitt. Hann segir að fjölmiðlaumfjöllunin, og þá ekki síður viðbrögðin við þeim fréttaflutningi, sé eins og að hafa orðið fyrir lest.Facebookfærsla Halldórs Meyers Halldór Meyer sendi skilaboð til vina sinna á Facebook þar sem hann skýrir sín mál frekar og fylgja þau hér neðar, til frekari glöggvunar á sjónarmiðum hans.JÆJA ! Eins og flestir vita þá lenti ég í nokkurnskonar fjölmiðlafári um helgina þar sem viðtal var tekið við mig fyrir að segja upp 8 þernum fyrir að voga sér að biðja um klósett til að pissa í. Fyrir viðtalið við mig var það fyrirfram ákveðið að ég væri vondi kallinn og átti ég ekki frá upphafi möguleika á að koma mínum sjónarmiðum á framfæri. Fyrir þá sem hafa áhuga á málinu efnislegan þá eru punktarnir mínir sem ég sagði í viðtalinu sem var klippt út þessir:Eins og margir þekkja sem eru í atvinnurekstri þá getur starfsmannahald reynst erfitt og flókið. Það var búið að gerjast um í hausnum á mér í langan tíma að fá fagaðila í þrifin hjá mér og hafði ég áður farið ansi langt í að landa samning við stórt þrif fyrirtæki.Ég hef alltaf lagt mig sérstaklega fram við að koma vel fram við starfsfólkið mitt og borið mikla virðingu fyrir þeim þar sem þetta er jú fólkið sem heldur fyrirtækinu mínu gangandi. Meðal annars þá hef ég alltaf borgað vel yfir taxta.Deilan um starfsmannaaðstöðuna hafði ekkert með uppsagningar að gera. Hún var til þess að ég lét verða að því að láta hugarfóstur mitt verða að veruleika. Það varð úr að Sólarþrif, sem höfðu átt sama hugarfóstur og ég, smullum saman. Viðskiptaást við fyrstu sýn, má segja.Á samþykktum teikningum er starfsmannaaðstaða sem var fyrst um sinn nýtt sem slík. Nema hvað að hún var sama og ekkert nýtt og þá kom upp græðgin í mér að snara henni í útleigu. Í öll þessi ár kvartaði ekki nokkur starfsmaður.Ég átti góðan fund með vinnueftirlitinu í dag þar sem þeir sáu að ég var búinn að koma upp þessari fínu starfsmannaaðstöðu og við skildum sátt. Ég útskýrði fyrir þeim nokkurnveginn af hverju ég hafði ekki uppfyllt reglur um fullnægjandi aðstöðu og lofaði að þessi aðstaða yrði til frambúðar. Ég sagði þeim líka að ég kæmi mjög vel fram við fólkið mitt og það ætti að vera einhvers virði og jafnvel meira virði en að það sé sérstök klósett aðstaða þegar það eru amk. 70 klósett sem þau geta valið úr víðsvegar um fyrirtækið. En þetta er fólk sem vinnur eftir sínum reglum og þau þurfa að framfylgja þeim.En nóg um efnisatriðin.Allt þetta hefur tekið mikið á mig. Ég hugsa út út í óréttlætið hvernig hlutunum var snúið á hvolf í fjölmiðlum og jafnvel út í heimtufrekjuna í ákveðnum starfsmanni og út í hvað ég var klaufalegur í að leysa ekki stóra klósettmálið og bíða ekki í einn mánuð með að segja upp stelpunum með betri undirbúningi. Ég hugsa líka út í hve klaufalegur ég var í viðtalinu. Ég gæti eytt mikilli orku í að lagfæra allt þetta ranglæti sem mér hefur verið beitt en hugsa þó að það myndi ekki gera mér neitt. Þess vegna hugsa ég um hvaða lærdóm ég get sjálfur haft út úr þessu. Ég var spurður af því hvort ég væri ekki reiður út í viðkomandi og ég svaraði strax að ég væri ekki reiður heldur frekar leiður. Leiður yfir því að hún þurfi að ganga svo langt fyrir sinn málstað að það valdi eyðileggingum fyrir þeim sem verður fyrir barðinu. Ég verð leiður yfir að einhver þurfi að ganga svo langt til að fá hugarró.Ég velti hreinlega við öllum steinum í hausnum á mér og spyr mig endalausra spurninga. Ég reyni að vera eins gagnrýninn á sjálfan mig eins og ég mögulega get. Ég fer hreinlega í mjög heimspekilegar pælingar með sjálfum mér. Er ég að tapa mér í græðginni? Verð ég aldrei nógu ríkur? Snýst þetta um peninga eða völd eða að sanna fyrir öllum sem höfðu ekki trú á mér í æsku? Fyrir hvern er þetta allt? Þarf ég endalaust að sanna mig fyrir öllum? Er ég orðinn þessi leiðinlegi-ríki-kall-sem-er-skíthræddur-um-að-eiga-aldrei-nóg-af-peningum? Eitt sem er alveg ljóst sem ég lærði í þessu er það að ég verð aldrei góð sjónvarpsstjarna, ekkert frekar en Sigmundur Davíð. Svei mér þá! held að hann sé bara saklaus eftir allt saman. :) Hvað sem á bjátar þá missi ég aldrei sjónar af hvað lífið er yndislegt og hvað ég er lánsamur að eiga yndislega fjölskyldu og góða ástvini allstaðar í kringum mig. Þar liggja öll mín auðæfi. Allt hitt eru bara tölur á blaði. Takk fyrir að lesa gott fólk. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Stay Apartments dæmi um villta vesturs-ástand í ferðaþjónustunni Ótrúleg frásögn fyrrverandi starfsmanns. Vinnueftirlitið og Efling rannsakar nú Stay Apartments gistiþjónustu. 7. júní 2016 10:02 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Halldór Meyer, eigandi Stay Apartments, segist hafa horft á sér til skelfingar mannorði sínu sturtað niður í klósettið. Honum finnst hann grátt leikinn í athugasemdakerfum og af fjölmiðlum, en greint hefur verið frá brotalömum í starfsemi Stay Apartments. Í viðtali við Vísi segir Halldór jafnframt gullæði ríkja í ferðamannageiranum. Að hans sögn keppast menn við að komast í bransann með Evru-merki í augunum, eftirspurn eftir gistingu í Reykjavík sé gífurleg og um tíu prósent þeirra sem bjóða gistingu séu með tilskilin leyfi. Honum sárnar það mjög að vera líkt við hótelstjórann á Hótel Adam, því hann hafi lagt sig í líma við að koma vel fram við sitt starfsfólk.Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni Stay Apartments en Halldór situr undir ýmsum ásökunum, svo sem þeim að hafa ekki til staðar salernis- og kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk sitt. Strax í kjölfar þess að fram kom krafa um slík, rak Halldór starfsfólkið. Auk þess er hann sakaður um að vera ekki með leyfi fyrir öllum þeim gistirýmum sem hann sem hann leigir út. Vísir ræddi við Halldór sem tjáði sig af mikilli einlægni um ófremdarástand í þessum geira og það hvernig það er að vera á milli tannanna á fólki. Fyrst var Halldór inntur eftir þeim málum sem gerðar hafa verið athugasemdir við.Græðgi að leigja starfsmannaaðstöðuna út Vinnueftirlitið og Efling er með starfsemi Halldórs til skoðunar. Hann segist hafa átt góðan fund með Vinnueftirlitinu í gær. Hvað kom út úr því? „Ég viðurkenndi fyrir þeim að þessi starfsmannaaðstaða, sem er teiknuð sem starfsmannaðstaða, hefur ekki verið nýtt sem slík. Þegar ég hef notað hana sem slíka þá hefur hún ekki verið nýtt. Ég freistaðist til að leigja hana út, og það játa ég á mig og er ekkert annað en græðgi,“ segir Halldór.Ragnhildur hefur farið fyrir starfsfólki sem var rekið í kjölfar kvartana. Halldór segir þær uppsagnir ekki tengjast þeirri ákvörðun.Allt þetta mál hefur tekið mjög á Halldór, honum sárnar mjög hvernig það hefur verið sett fram, þá með þeim hætti að hann hafi komið illa fram við starfsfólk sitt þá með þeim hætti að standa í vegi fyrir því að slík aðstaða sé til staðar. „Það kom aldrei fram beiðni um slíkt fyrr en fyrir hálfu ári, að hún Ragnhildur fór fram á það.“Tíu prósent í geiranum með tilskilin leyfi Fram hefur komið að Halldór hafi sagt upp átta starfsmönnum, en fullyrt er í eyru blaðamanns Vísis að þeir séu tíu. Halldór segir það skýrast af því að tveir hafi verið í íhlaupum, lausráðnir sem störfuðu um helgar og komu ef á þurfti að halda. Þeir voru ekki með neinn samning. Vísir innti Halldór jafnfram eftir því hvernig horfði með leyfi fyrir þeim gistirýmum sem hann er að leigja út, en Vísir hefur heimildir fyrir því að þau séu fleiri en leyfin kveða á um. „Það er nokkuð sem ég er að vinna í að klára. Ég þarf tíma til að klára öll þau mál. Í því samhengi vil ég segja að það er innan við tíu prósent af þeim rekstraraðilum sem eru í geiranum með tilskilin leyfi. En, þetta er eitthvað sem ég er að vinna hratt og örugglega í að klára.“Brjálað ástand í ferðamannageiranum Allmennt um ástandið í ferðamannaþjónustunni segir Halldór að sannleikurinn sé sá að það sé „brjáluð eftirspurn eftir gistirými í Reykjavík. Það fyllist allt sem opnast yfir sumartímann. Freistingin er mikil, hjá mörgum að komast inní þennan bransa. Það er gullgrafaraæði en þessi markaður á eftir að þróast í faglegri átt. En, klárlega er þetta villta vesturs-ástand, gullgrafaraæði og þannig er það bara. Brotabrot þeirra sem eru í þessu eru með tilskilin leyfi og það er staðreynd.“ Halldór segist aðspurður ekki vita hvort þetta séu eðlilegir vaxtarverkir, orðið gullgrafaraæði lýsi þessu ástandi ágætlega. „Svo gerast hlutir í þessu sem margir eru ekkert voðalega stoltir af, í öllum þessum hamagangi.“Hefur lagt sig í líma við að gera vel við starfsfólk Halldór ítreka að honum sárni það mjög að vera stillt upp sem einhver starfsmannaböðull. „Mér sárnaði þetta alveg svakalega vegna þess að ég legg mig í líma við að koma vel fram við fólkið mitt, borga þeim töluvert hærri laun en gerist og gengur í þessu fagi.“ Einhverjum kann að þykja þær yfirlýsingar skjóta skökku við í ljósi þess að hann rak starfsmenn sína en Halldór segir að ástæður uppsagnanna hafi alls ekki verið þessi starfsmannarýmismál, heldur var það eitthvað sem hafði verið í deiglunni að breyta um fyrirkomulag, en vissulega hafi þetta mál orðið til að ýta á um þær breytingar. Halldór segir að viðtal við sig í RÚV hafi verið klippt og skorið – og hann reynir ekki að halda öðru fram en að hann hafi komið illa út í því. „Nú veit ég hvernig Sigmundi Davíð leið. En, ég nefndi þetta allt skýrt í viðtalinu en það var allt klippt út.“Sárnar að vera líkt við hótelstjórann á Hótel Adam Viðbrögðin við fréttunum hafa verið mikil og Halldór lýsir því eins og lest hafi keyrt yfir sig: „Hvað þessi nettröll geta verið ósvífin?! Þetta er eins og einhver ljónastía. Um leið og það kemur bein í búrið er það étið upp. ÉG sá mannorðið mitt hverfa á tíu mínútum.“ Þó Halldór finni til samkenndar með Sigmundi Davíð, ætlar hann ekki að skríða ofan í bönkerinn. „Nei, það er alls ekki minn stíll. Ég vil endilega sitja fyrir svörum. Það er til dæmis grátlegt að vera líkt við hótelstjórann á Hótel Adam. Ég legg mig fram um að reyna að ná sáttum við fólk. Ég náði því ekki við Ragnhildi, því miður.“Málið allt hefur reynst Halldóri mjög erfitt. Hann segir að fjölmiðlaumfjöllunin, og þá ekki síður viðbrögðin við þeim fréttaflutningi, sé eins og að hafa orðið fyrir lest.Facebookfærsla Halldórs Meyers Halldór Meyer sendi skilaboð til vina sinna á Facebook þar sem hann skýrir sín mál frekar og fylgja þau hér neðar, til frekari glöggvunar á sjónarmiðum hans.JÆJA ! Eins og flestir vita þá lenti ég í nokkurnskonar fjölmiðlafári um helgina þar sem viðtal var tekið við mig fyrir að segja upp 8 þernum fyrir að voga sér að biðja um klósett til að pissa í. Fyrir viðtalið við mig var það fyrirfram ákveðið að ég væri vondi kallinn og átti ég ekki frá upphafi möguleika á að koma mínum sjónarmiðum á framfæri. Fyrir þá sem hafa áhuga á málinu efnislegan þá eru punktarnir mínir sem ég sagði í viðtalinu sem var klippt út þessir:Eins og margir þekkja sem eru í atvinnurekstri þá getur starfsmannahald reynst erfitt og flókið. Það var búið að gerjast um í hausnum á mér í langan tíma að fá fagaðila í þrifin hjá mér og hafði ég áður farið ansi langt í að landa samning við stórt þrif fyrirtæki.Ég hef alltaf lagt mig sérstaklega fram við að koma vel fram við starfsfólkið mitt og borið mikla virðingu fyrir þeim þar sem þetta er jú fólkið sem heldur fyrirtækinu mínu gangandi. Meðal annars þá hef ég alltaf borgað vel yfir taxta.Deilan um starfsmannaaðstöðuna hafði ekkert með uppsagningar að gera. Hún var til þess að ég lét verða að því að láta hugarfóstur mitt verða að veruleika. Það varð úr að Sólarþrif, sem höfðu átt sama hugarfóstur og ég, smullum saman. Viðskiptaást við fyrstu sýn, má segja.Á samþykktum teikningum er starfsmannaaðstaða sem var fyrst um sinn nýtt sem slík. Nema hvað að hún var sama og ekkert nýtt og þá kom upp græðgin í mér að snara henni í útleigu. Í öll þessi ár kvartaði ekki nokkur starfsmaður.Ég átti góðan fund með vinnueftirlitinu í dag þar sem þeir sáu að ég var búinn að koma upp þessari fínu starfsmannaaðstöðu og við skildum sátt. Ég útskýrði fyrir þeim nokkurnveginn af hverju ég hafði ekki uppfyllt reglur um fullnægjandi aðstöðu og lofaði að þessi aðstaða yrði til frambúðar. Ég sagði þeim líka að ég kæmi mjög vel fram við fólkið mitt og það ætti að vera einhvers virði og jafnvel meira virði en að það sé sérstök klósett aðstaða þegar það eru amk. 70 klósett sem þau geta valið úr víðsvegar um fyrirtækið. En þetta er fólk sem vinnur eftir sínum reglum og þau þurfa að framfylgja þeim.En nóg um efnisatriðin.Allt þetta hefur tekið mikið á mig. Ég hugsa út út í óréttlætið hvernig hlutunum var snúið á hvolf í fjölmiðlum og jafnvel út í heimtufrekjuna í ákveðnum starfsmanni og út í hvað ég var klaufalegur í að leysa ekki stóra klósettmálið og bíða ekki í einn mánuð með að segja upp stelpunum með betri undirbúningi. Ég hugsa líka út í hve klaufalegur ég var í viðtalinu. Ég gæti eytt mikilli orku í að lagfæra allt þetta ranglæti sem mér hefur verið beitt en hugsa þó að það myndi ekki gera mér neitt. Þess vegna hugsa ég um hvaða lærdóm ég get sjálfur haft út úr þessu. Ég var spurður af því hvort ég væri ekki reiður út í viðkomandi og ég svaraði strax að ég væri ekki reiður heldur frekar leiður. Leiður yfir því að hún þurfi að ganga svo langt fyrir sinn málstað að það valdi eyðileggingum fyrir þeim sem verður fyrir barðinu. Ég verð leiður yfir að einhver þurfi að ganga svo langt til að fá hugarró.Ég velti hreinlega við öllum steinum í hausnum á mér og spyr mig endalausra spurninga. Ég reyni að vera eins gagnrýninn á sjálfan mig eins og ég mögulega get. Ég fer hreinlega í mjög heimspekilegar pælingar með sjálfum mér. Er ég að tapa mér í græðginni? Verð ég aldrei nógu ríkur? Snýst þetta um peninga eða völd eða að sanna fyrir öllum sem höfðu ekki trú á mér í æsku? Fyrir hvern er þetta allt? Þarf ég endalaust að sanna mig fyrir öllum? Er ég orðinn þessi leiðinlegi-ríki-kall-sem-er-skíthræddur-um-að-eiga-aldrei-nóg-af-peningum? Eitt sem er alveg ljóst sem ég lærði í þessu er það að ég verð aldrei góð sjónvarpsstjarna, ekkert frekar en Sigmundur Davíð. Svei mér þá! held að hann sé bara saklaus eftir allt saman. :) Hvað sem á bjátar þá missi ég aldrei sjónar af hvað lífið er yndislegt og hvað ég er lánsamur að eiga yndislega fjölskyldu og góða ástvini allstaðar í kringum mig. Þar liggja öll mín auðæfi. Allt hitt eru bara tölur á blaði. Takk fyrir að lesa gott fólk.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Stay Apartments dæmi um villta vesturs-ástand í ferðaþjónustunni Ótrúleg frásögn fyrrverandi starfsmanns. Vinnueftirlitið og Efling rannsakar nú Stay Apartments gistiþjónustu. 7. júní 2016 10:02 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Stay Apartments dæmi um villta vesturs-ástand í ferðaþjónustunni Ótrúleg frásögn fyrrverandi starfsmanns. Vinnueftirlitið og Efling rannsakar nú Stay Apartments gistiþjónustu. 7. júní 2016 10:02
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent