Stay Apartments dæmi um villta vesturs-ástand í ferðaþjónustunni Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2016 10:02 Starfsemi Stay Apartments við Einholt (og víðar) er nú undir nálarauga Vinnueftirlitsins og Eflingar. Málefni Stay Apartments eru í brennidepli, eitt af mörgum málum sem upp hafa komið að undanförnu og tengjast ferðaþjónustunni: Frá því var greint í gær að Halldór Gerhard Meyer, eigandi Stay Apartments hafi sagt upp átta manns í kjölfar þess að starfsfólkið fór fram á að kaffi- og salernisaðstaða væri til staðar. Tryggvi Marteinsson hjá Eflingu, stéttarfélagi starfsfólksins, segir málið nú til skoðunar þar á bæ; þau hafi sent Vinnueftirlitinu bréf vegna málsins. „Þau komu ekki til okkar fyrr en eftir að þetta gerðist. Við vissum ekki um það í 11 ár að þarna vantaði klósett og kaffistofu.“Líkast til ekki ólögmætar uppsagnirVísir var í sambandi við Ragnhildi Jóhanns um helgina, einn starfsmanna, og ræddi við hana frekar í dag. Hún segir að þau hafi að sjálfsögðu leitað til Eflingar í kjölfar þessarar uppákomu. „En vegna þess að hann orðar þetta í uppsagnabréfinu sem rekstarhagræðingu þá virðist það bara vera tekið gott og gilt. Og sjáðu til, hann er með uppsagnarbréf sem hann fær alla til að skrifa undir, dagsett degi fyrir mánaðarmót en, hann hirðir bréfin sjálf, gefur starfsfólkinu ekki afrit af eigin uppsagnarbréfi. Enginn er því með neitt í höndunum en, mér tókst að taka mynd af mínu bréfi sem ég gat sýnt Eflingu,“ segir Ragnhildur. Hvort hér sé um að ræða ólögmætar uppsagnir, segir Tryggva að honum sýnist, í fljótu bragði, svo ekki vera. „Annars eru lögmenn að skoða þetta hjá okkur. En, ef hann ætlar að ráða nýtt fólk kemst hann ekkert hjá því að hafa hlutina í lagi. Þannig að hann er ekkert að hagnast á því að segja þessu fólki upp.“Samtök atvinnulífsins hljóta að bera ábyrgð á ástandinuTryggvi segist ekki hafa vitað annað en starfsfólkið hafi komið með uppsagnarbréfin, en ef svo er ekki, að þau hafi ekki fengið afhent uppsagnarbréfin þá sé ekki um neina uppsögn að ræða. Þetta þurfi að skoða betur. Tryggvi segir þetta mál lýsandi fyrir sannkallað villta vestur-ástand sem nú virðist ríkjandi í ferðaþjónustunni. „Það finnst mér oft og tíðum og þar hlýtur ábyrgðin að vera fyrirtækjanna, Samtaka atvinnulífsins. En, þeir hljóta að bera einhverja ábyrgð sem eru fyrirtækjamegin.“Halldór Meyer eigandi var í viðtali á RÚV og viðurkenndi þar meðal annars að kröfur starfsfólks hafi valdið því að hann gekk til samninga við aðra um þrif.skjámynd RÚVVísir hefur fjallað ítarlega um ófremdarástand sem ríkir í starfsemi sem tengist ferðaþjónustu og skemmst er að minnast umfjöllunar um Hótel Adam við Skólavörðustíg þar sem vart stendur steinn yfir steini. Þar voru til að mynda leigð út fleiri herbergi en leyfi voru fyrir. Sannkallað gullæði virðist ríkjandi í þessari grein þar sem lög og reglur eru virtar að vettugi, enda gróðavonin mikil.Vinnueftirlitið rannsakar starfseminaRÚV greindi fyrst frá málinu um helgina og fylgdi því eftir í gær með því að ræða við forstjóra Vinnueftirlitsins, Eyjólf Sæmundsson forstjóra, sem segir það ekki í samræmi við reglugerð um húsnæði vinnustaða að starfsfólk noti klósett í íbúðum sem það þrífi. Hann telur þetta mjög alvarlegt mál og greinir frá því að Vinnueftirlitið hafi áður þurft að hafa afskipti af þessu fyrirtæki. Vinnueftirlitið er að skoða starfsemina sem þarna fer fram og fara yfir mál með forsvarsmönnum fyrirtækisins. Ef Stay Apartments stenst ekki kröfur er tvennt í stöðunni sem er að beita dagsektum eða ef um alvarleg brot er að ræða þá er hægt að stöðva starfsemina.Fyrrum starfsmanni er brugðiðEf í ljós kemur að Stay Apartments sé að leigja fleiri íbúðir en leyfi eru fyrir, líkt og Vísir hefur heyrt haldið fram að megi heita líklegt, má gera ráð fyrir því að til aðgerða komi. Brunaeftirlitið mun hafa verið að störfum í Einholti 13. maí en samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur er vel hugsanlegt að ekki hafi allt húsnæðið verið inni í myndinni, þegar það eftirlit fór fram.Raghildur Jóhanns furðar sig á ástandinu í ferðaþjónustunni eftir að hafa kynnst því í návígi.Málið allt hefur valdið Ragnhildi vonbrigðum og henni er brugðið eftir að hafa sett sig nánar inní þau mál sem snúa að þessum fyrrum vinnuveitanda sínum; að uppgötva í hversu miklum lamasessi þessi mál öll eru. Og henni sýnist ríkja gullæði í ferðaþjónustunni. „Nú eru nokkrir fyrrum starfsmenn búnir að setja sig í samband við mig og gefa upp ýmislegt annað um hann og hvernig hann hefur brotið á fólkinu sínu í gegnum árin og þar á meðal hefur starfsfólk hans verið að biðja um salernisaðstöðu í mörg á en ekki verið að beygja með honum reglurnar síðustu 11 árin eins og hann orðar það.“Ýmis brögð notuð Ragnhildur segist ekki vita hvernig stéttarfélagið tekur á þessu. „Nú er hann búinn að játa það svo gott sem í fréttunum að hann hafi sagt okkur upp af því að við vorum að fara fram á þetta,“ segir Ragnhildur og vísar til viðtals RÚV við Halldór Gerhard Meyer. Þá telur hún ýmislegt í framburði eigandans orka tvímælis. Hún nefnir sem dæmi í því samhengi að þegar vinnueftirlitið mætti í heimsókn fyrir nokkru var útbúin til bráðabirgða starfsmannaaðstaða í einni íbúðinni og starfsfólki uppálagt að segja að þetta væri kaffistofan. Það rými fór svo beint í útleigu aftur um leið og vinnueftirlitið var farið. Tengdar fréttir Báðu um salernisaðstöðu og voru rekin Halldór Gerhard Meyer, eigandi Stay apartments, segist hafa vitað að fyrirtækið færi á svig við reglur. 5. júní 2016 20:33 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Málefni Stay Apartments eru í brennidepli, eitt af mörgum málum sem upp hafa komið að undanförnu og tengjast ferðaþjónustunni: Frá því var greint í gær að Halldór Gerhard Meyer, eigandi Stay Apartments hafi sagt upp átta manns í kjölfar þess að starfsfólkið fór fram á að kaffi- og salernisaðstaða væri til staðar. Tryggvi Marteinsson hjá Eflingu, stéttarfélagi starfsfólksins, segir málið nú til skoðunar þar á bæ; þau hafi sent Vinnueftirlitinu bréf vegna málsins. „Þau komu ekki til okkar fyrr en eftir að þetta gerðist. Við vissum ekki um það í 11 ár að þarna vantaði klósett og kaffistofu.“Líkast til ekki ólögmætar uppsagnirVísir var í sambandi við Ragnhildi Jóhanns um helgina, einn starfsmanna, og ræddi við hana frekar í dag. Hún segir að þau hafi að sjálfsögðu leitað til Eflingar í kjölfar þessarar uppákomu. „En vegna þess að hann orðar þetta í uppsagnabréfinu sem rekstarhagræðingu þá virðist það bara vera tekið gott og gilt. Og sjáðu til, hann er með uppsagnarbréf sem hann fær alla til að skrifa undir, dagsett degi fyrir mánaðarmót en, hann hirðir bréfin sjálf, gefur starfsfólkinu ekki afrit af eigin uppsagnarbréfi. Enginn er því með neitt í höndunum en, mér tókst að taka mynd af mínu bréfi sem ég gat sýnt Eflingu,“ segir Ragnhildur. Hvort hér sé um að ræða ólögmætar uppsagnir, segir Tryggva að honum sýnist, í fljótu bragði, svo ekki vera. „Annars eru lögmenn að skoða þetta hjá okkur. En, ef hann ætlar að ráða nýtt fólk kemst hann ekkert hjá því að hafa hlutina í lagi. Þannig að hann er ekkert að hagnast á því að segja þessu fólki upp.“Samtök atvinnulífsins hljóta að bera ábyrgð á ástandinuTryggvi segist ekki hafa vitað annað en starfsfólkið hafi komið með uppsagnarbréfin, en ef svo er ekki, að þau hafi ekki fengið afhent uppsagnarbréfin þá sé ekki um neina uppsögn að ræða. Þetta þurfi að skoða betur. Tryggvi segir þetta mál lýsandi fyrir sannkallað villta vestur-ástand sem nú virðist ríkjandi í ferðaþjónustunni. „Það finnst mér oft og tíðum og þar hlýtur ábyrgðin að vera fyrirtækjanna, Samtaka atvinnulífsins. En, þeir hljóta að bera einhverja ábyrgð sem eru fyrirtækjamegin.“Halldór Meyer eigandi var í viðtali á RÚV og viðurkenndi þar meðal annars að kröfur starfsfólks hafi valdið því að hann gekk til samninga við aðra um þrif.skjámynd RÚVVísir hefur fjallað ítarlega um ófremdarástand sem ríkir í starfsemi sem tengist ferðaþjónustu og skemmst er að minnast umfjöllunar um Hótel Adam við Skólavörðustíg þar sem vart stendur steinn yfir steini. Þar voru til að mynda leigð út fleiri herbergi en leyfi voru fyrir. Sannkallað gullæði virðist ríkjandi í þessari grein þar sem lög og reglur eru virtar að vettugi, enda gróðavonin mikil.Vinnueftirlitið rannsakar starfseminaRÚV greindi fyrst frá málinu um helgina og fylgdi því eftir í gær með því að ræða við forstjóra Vinnueftirlitsins, Eyjólf Sæmundsson forstjóra, sem segir það ekki í samræmi við reglugerð um húsnæði vinnustaða að starfsfólk noti klósett í íbúðum sem það þrífi. Hann telur þetta mjög alvarlegt mál og greinir frá því að Vinnueftirlitið hafi áður þurft að hafa afskipti af þessu fyrirtæki. Vinnueftirlitið er að skoða starfsemina sem þarna fer fram og fara yfir mál með forsvarsmönnum fyrirtækisins. Ef Stay Apartments stenst ekki kröfur er tvennt í stöðunni sem er að beita dagsektum eða ef um alvarleg brot er að ræða þá er hægt að stöðva starfsemina.Fyrrum starfsmanni er brugðiðEf í ljós kemur að Stay Apartments sé að leigja fleiri íbúðir en leyfi eru fyrir, líkt og Vísir hefur heyrt haldið fram að megi heita líklegt, má gera ráð fyrir því að til aðgerða komi. Brunaeftirlitið mun hafa verið að störfum í Einholti 13. maí en samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur er vel hugsanlegt að ekki hafi allt húsnæðið verið inni í myndinni, þegar það eftirlit fór fram.Raghildur Jóhanns furðar sig á ástandinu í ferðaþjónustunni eftir að hafa kynnst því í návígi.Málið allt hefur valdið Ragnhildi vonbrigðum og henni er brugðið eftir að hafa sett sig nánar inní þau mál sem snúa að þessum fyrrum vinnuveitanda sínum; að uppgötva í hversu miklum lamasessi þessi mál öll eru. Og henni sýnist ríkja gullæði í ferðaþjónustunni. „Nú eru nokkrir fyrrum starfsmenn búnir að setja sig í samband við mig og gefa upp ýmislegt annað um hann og hvernig hann hefur brotið á fólkinu sínu í gegnum árin og þar á meðal hefur starfsfólk hans verið að biðja um salernisaðstöðu í mörg á en ekki verið að beygja með honum reglurnar síðustu 11 árin eins og hann orðar það.“Ýmis brögð notuð Ragnhildur segist ekki vita hvernig stéttarfélagið tekur á þessu. „Nú er hann búinn að játa það svo gott sem í fréttunum að hann hafi sagt okkur upp af því að við vorum að fara fram á þetta,“ segir Ragnhildur og vísar til viðtals RÚV við Halldór Gerhard Meyer. Þá telur hún ýmislegt í framburði eigandans orka tvímælis. Hún nefnir sem dæmi í því samhengi að þegar vinnueftirlitið mætti í heimsókn fyrir nokkru var útbúin til bráðabirgða starfsmannaaðstaða í einni íbúðinni og starfsfólki uppálagt að segja að þetta væri kaffistofan. Það rými fór svo beint í útleigu aftur um leið og vinnueftirlitið var farið.
Tengdar fréttir Báðu um salernisaðstöðu og voru rekin Halldór Gerhard Meyer, eigandi Stay apartments, segist hafa vitað að fyrirtækið færi á svig við reglur. 5. júní 2016 20:33 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Báðu um salernisaðstöðu og voru rekin Halldór Gerhard Meyer, eigandi Stay apartments, segist hafa vitað að fyrirtækið færi á svig við reglur. 5. júní 2016 20:33