Orðstír þjóðar Salvör Jónsdóttir skrifar 7. júní 2016 16:15 Á dögunum birtist viðtal í vikublaði við glæsilegasta „sendiherra“ okkar Íslendinga. Hér er átt við mann sem hefur á eigin verðleikum orðið fulltrúi Íslands á erlendri grund. Hann hefur hlotið heimsathygli fyrir hæfileika, framkomu, túlkun á mennsku og náttúru og við erum stolt að hann skuli vera Íslendingur. Það skiptir máli hverjir eru kynntir til leiks á erlendri grundu sem Íslendingar, því við erum þátttakendur í samfélagi þjóða, við erum ekki einangrað eyland sem betur fer, framkoma okkar og orðspor skiptir máli. Söngvarinn góði sem ég vísa til hér að ofan, sagði meðal annars frá því í viðtalinu hversu erfitt það væri að starfa erlendis þegar orðspor þjóðarinnar væri svert. Því miður höfum við orðið fyrir því óþarflega oft síðastliðinn áratug. Þó svo að stjórnvöld haldi því fram að orðspor okkar hafi ekki skaðast að undanförnu, gengur það þvert á reynslu okkar margra sem störfum erlendis. En í slíkum hremmingum felast tækifæri til að bæta fyrir það sem farið hefur úrskeiðis, við getum sýnt umheiminum að hér búi hugsandi fólk, sem lærir af reynslu og er tilbúið til að skapa bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Nú á næstunni gefst þjóðinni tækifæri til að velja einstakling í embætti forseta, „sendiherra“ sem mun verða kynntur sem fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grund. Við erum svo heppin að eiga ungt og vel meinandi fólk sem er tilbúið til að taka að sér þetta verkefni. En við getum aðeins valið einn í þessum mikilvægu kosningum. Við þurfum að velja einstakling sem mun standa vörð um það sem er dýrmætast og gerir okkur að Íslendingum; landið, þjóðina og tunguna. Andri Snær Magnason er augljós valkostur. Hann hefur nú þegar vakið athygli um víða veröld fyrir hæfileika sína. Hér heima hefur hann verið óþreytandi að benda á mikilvægi þess að við fórnum ekki náttúru landsins fyrir tálsýn eða stundargróða, heldur byggjum upp framtíð fyrir komandi kynslóðir þar sem virðing er borin fyrir landi rétt eins og þjóð og tungu. Andri Snær hefur náð einstaklega vel til ungra lesenda um allan heim með skrifum sínum og boðskap. Það er ekki hægt að segja börnum að bækur séu góðar, en þau skynja hinsvegar hið fagra, góða og sanna. Frjór hugur Andra Snæs og góðir hæfileikar hans til samskipta og samvinnu munu gera hann að afbragðs fulltrúa þjóðarinnar bæði innanlands og utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist viðtal í vikublaði við glæsilegasta „sendiherra“ okkar Íslendinga. Hér er átt við mann sem hefur á eigin verðleikum orðið fulltrúi Íslands á erlendri grund. Hann hefur hlotið heimsathygli fyrir hæfileika, framkomu, túlkun á mennsku og náttúru og við erum stolt að hann skuli vera Íslendingur. Það skiptir máli hverjir eru kynntir til leiks á erlendri grundu sem Íslendingar, því við erum þátttakendur í samfélagi þjóða, við erum ekki einangrað eyland sem betur fer, framkoma okkar og orðspor skiptir máli. Söngvarinn góði sem ég vísa til hér að ofan, sagði meðal annars frá því í viðtalinu hversu erfitt það væri að starfa erlendis þegar orðspor þjóðarinnar væri svert. Því miður höfum við orðið fyrir því óþarflega oft síðastliðinn áratug. Þó svo að stjórnvöld haldi því fram að orðspor okkar hafi ekki skaðast að undanförnu, gengur það þvert á reynslu okkar margra sem störfum erlendis. En í slíkum hremmingum felast tækifæri til að bæta fyrir það sem farið hefur úrskeiðis, við getum sýnt umheiminum að hér búi hugsandi fólk, sem lærir af reynslu og er tilbúið til að skapa bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Nú á næstunni gefst þjóðinni tækifæri til að velja einstakling í embætti forseta, „sendiherra“ sem mun verða kynntur sem fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grund. Við erum svo heppin að eiga ungt og vel meinandi fólk sem er tilbúið til að taka að sér þetta verkefni. En við getum aðeins valið einn í þessum mikilvægu kosningum. Við þurfum að velja einstakling sem mun standa vörð um það sem er dýrmætast og gerir okkur að Íslendingum; landið, þjóðina og tunguna. Andri Snær Magnason er augljós valkostur. Hann hefur nú þegar vakið athygli um víða veröld fyrir hæfileika sína. Hér heima hefur hann verið óþreytandi að benda á mikilvægi þess að við fórnum ekki náttúru landsins fyrir tálsýn eða stundargróða, heldur byggjum upp framtíð fyrir komandi kynslóðir þar sem virðing er borin fyrir landi rétt eins og þjóð og tungu. Andri Snær hefur náð einstaklega vel til ungra lesenda um allan heim með skrifum sínum og boðskap. Það er ekki hægt að segja börnum að bækur séu góðar, en þau skynja hinsvegar hið fagra, góða og sanna. Frjór hugur Andra Snæs og góðir hæfileikar hans til samskipta og samvinnu munu gera hann að afbragðs fulltrúa þjóðarinnar bæði innanlands og utan.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun