Stelpurnar okkar – allar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. júní 2016 08:00 Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun