Eygló Harðardóttir mætir ekki á heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar Erla Björg Gunnarsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 31. maí 2016 15:42 Eygló verður ekki í Katar árið 2022, allavega ekki á fótboltamóti. Vísir Í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem skoðar þrælahald í heiminum er Ísland í 49. sæti á heimsvísu. Með þrælahaldi er átt við fólk sem vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, valdniðslu, svika, ofbeldis eða harðstjórnar. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar vakti athygli á þessu á þing í dag. Sagði hún sláandi að Ísland fengi lægstu einkunn Norðurlandaþjóða. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi. Þegar skýrslan er skoðuð kemur í ljós að Ísland fær einkunnina B sem er lægsta einkunn Norðurlandaþjóða og með þeim lægstu í Evrópu. Ráðherra hlýtur að taka þetta mjög alvarlega þannig að mig langar til að spyrja hvað sé verið að gera í þessum málum og hvernig eigi að bregðast við. Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur. Þar að auki vakti hún máls á heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar og spurði hvort Ísland ætlaði að senda lið í keppnina.Þrælahald í Katar hefur áhrif á heimsmeistaramótið „Það er eitt sem hefur líka hvílt svolítið þungt á mér, það er þegar ég les fréttir um heimsmeistaramótið sem á að halda í Katar, fótboltamót, árið 2022. Þar er massíft þrælahald í gangi og mótsstaðurinn var ákveðinn eftir að einhverjir kallar í spilltum samtökum ákváðu að það væri góð hugmynd. Nokkrir leikmenn í danska og norska landsliðinu hafa stigið fram og gagnrýnt þetta. Ég hlýt að spyrja: Ætlar Ísland að taka þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Katar 2022?“ spurði Brynhildur og hélt áfram: „Er það ásættanlegt þegar við höfum upplýsingar um það hvernig staðið er þar að málum? Amnesty International hefur til dæmis gefið út mjög harðorða skýrslu um meðferð á verkafólki, meðal annars frá Nepal. Ég hef áhuga á að heyra hvað hæstvirtum ráðherra finnst um það. Eigum við að taka þátt í þessari vitleysu?“Brynhildur spurði á þingi í dag hvort Ísland hefði íhugað að draga tilbaka þátttöku sína í heimsmeistaramótinu í Katar.vísir/valliEygló Harðardóttir, félagsmála- og húsnæðisráðherra, svaraði Brynhildi. Sagði hún að verið væri að vinna eftir aðgerðaáætlun um mansalsmál og aukin fræðsla sem stjórnvöld standa fyrir í samstarfi við verkalýðsfélög og Vinnueftirlitsins hafi skilað árangri. „Við erum að huga að líkamlegri, félagslegri og sálrænni aðstoð óháð lögheimilisskráningu, aðgerðum til að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og hvernig við getum þróað úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan,“ sagði Eygló. „Til viðbótar við þetta er það sem ég nefndi, aukið samstarf sem við höfum átt við verkalýðsfélögin almennt til að tryggja að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða og ekki sé verið að brjóta á mannréttindum fólks á vinnumarkaðnum.“ Hún gaf aftur á móti ekki skýr svör varðandi Heimsmeistaramótið í Katar en sagði að hún myndi að minnsta kosti ekki mæta á svæðið. „Varðandi fyrirspurnina sem snýr að þátttöku okkar á íþróttamóti þá hafa oft verið mjög skiptar skoðanir um þátttöku okkar og má benda á Ólympíuleikana í Rússlandi. Ég hef sjálf hins vegar ekki í hyggju að mæta á þetta mót,“ sagði Eygló Harðardóttir, á þingi í dag. Tengdar fréttir Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi Ein helsta orsök mansals, segir þingmaður Framsóknarflokks. 25. maí 2016 16:45 Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem skoðar þrælahald í heiminum er Ísland í 49. sæti á heimsvísu. Með þrælahaldi er átt við fólk sem vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, valdniðslu, svika, ofbeldis eða harðstjórnar. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar vakti athygli á þessu á þing í dag. Sagði hún sláandi að Ísland fengi lægstu einkunn Norðurlandaþjóða. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi. Þegar skýrslan er skoðuð kemur í ljós að Ísland fær einkunnina B sem er lægsta einkunn Norðurlandaþjóða og með þeim lægstu í Evrópu. Ráðherra hlýtur að taka þetta mjög alvarlega þannig að mig langar til að spyrja hvað sé verið að gera í þessum málum og hvernig eigi að bregðast við. Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur. Þar að auki vakti hún máls á heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar og spurði hvort Ísland ætlaði að senda lið í keppnina.Þrælahald í Katar hefur áhrif á heimsmeistaramótið „Það er eitt sem hefur líka hvílt svolítið þungt á mér, það er þegar ég les fréttir um heimsmeistaramótið sem á að halda í Katar, fótboltamót, árið 2022. Þar er massíft þrælahald í gangi og mótsstaðurinn var ákveðinn eftir að einhverjir kallar í spilltum samtökum ákváðu að það væri góð hugmynd. Nokkrir leikmenn í danska og norska landsliðinu hafa stigið fram og gagnrýnt þetta. Ég hlýt að spyrja: Ætlar Ísland að taka þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Katar 2022?“ spurði Brynhildur og hélt áfram: „Er það ásættanlegt þegar við höfum upplýsingar um það hvernig staðið er þar að málum? Amnesty International hefur til dæmis gefið út mjög harðorða skýrslu um meðferð á verkafólki, meðal annars frá Nepal. Ég hef áhuga á að heyra hvað hæstvirtum ráðherra finnst um það. Eigum við að taka þátt í þessari vitleysu?“Brynhildur spurði á þingi í dag hvort Ísland hefði íhugað að draga tilbaka þátttöku sína í heimsmeistaramótinu í Katar.vísir/valliEygló Harðardóttir, félagsmála- og húsnæðisráðherra, svaraði Brynhildi. Sagði hún að verið væri að vinna eftir aðgerðaáætlun um mansalsmál og aukin fræðsla sem stjórnvöld standa fyrir í samstarfi við verkalýðsfélög og Vinnueftirlitsins hafi skilað árangri. „Við erum að huga að líkamlegri, félagslegri og sálrænni aðstoð óháð lögheimilisskráningu, aðgerðum til að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og hvernig við getum þróað úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan,“ sagði Eygló. „Til viðbótar við þetta er það sem ég nefndi, aukið samstarf sem við höfum átt við verkalýðsfélögin almennt til að tryggja að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða og ekki sé verið að brjóta á mannréttindum fólks á vinnumarkaðnum.“ Hún gaf aftur á móti ekki skýr svör varðandi Heimsmeistaramótið í Katar en sagði að hún myndi að minnsta kosti ekki mæta á svæðið. „Varðandi fyrirspurnina sem snýr að þátttöku okkar á íþróttamóti þá hafa oft verið mjög skiptar skoðanir um þátttöku okkar og má benda á Ólympíuleikana í Rússlandi. Ég hef sjálf hins vegar ekki í hyggju að mæta á þetta mót,“ sagði Eygló Harðardóttir, á þingi í dag.
Tengdar fréttir Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi Ein helsta orsök mansals, segir þingmaður Framsóknarflokks. 25. maí 2016 16:45 Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi Ein helsta orsök mansals, segir þingmaður Framsóknarflokks. 25. maí 2016 16:45
Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45
Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01