Körfubolti

Tekst Toronto að kæla LeBron og félaga í Kanada?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tekst Kanadamönnum að stöðva þennan í kvöld?
Tekst Kanadamönnum að stöðva þennan í kvöld? Vísir/Getty
Toronto Raptors tekur á móti Cleveland Cavaliers í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt en eftir tvo heimasigra í Cleveland eru leikmenn Raptors komnir með bakið upp að vegg.

Cleveland með LeBron James innanborðs hefur haft það nokkuð náðugt á leið sinni í undanúrslitin en liðið sópaði Detroit Pistons og Atlanta Hawks í sumarfrí í fyrstu tveimur umferðunum.

Talið var að Toronto myndi veita þeim meiri samkeppni en leikmenn Raptors hafa engin svör átt við frábærri spilamennsku leikmanna Cleveland hingað til og takist Cleveland að stela sigri í kvöld er erfitt að sjá Toronto vinna fjóra leiki í röð.

Sjá einnig:Cleveland enn ósigrað í úrslitakeppninni | Myndbönd

Kemur Lowry úr skelinni í kvöld?Vísir/Getty
Það mun mikið mæða á leikstjórnanda Toronto Raptors, Kyle Lowry, í kvöld eftir tvo slaka leiki í Cleveland. Hann virtist vera fullur sjálfstrausts á blaðamannafundum fyrir leik en hann verður að stíga upp og eiga góðan leik til þess að Toronto Raptors geti gert þetta einvígi spennandi á ný.

Toronto hefur verið töluvert sterkara á heimavelli í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar þar sem liðið hefur unnið sex af átta leikjum sínum (75% sigurhlutfall) en á útivelli hefur liðið tapað fjórum í röð og aðeins unnið tvo leiki af sex (33,3% sigurhlutfall).

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending 00.30.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×