Segist ná hagstæðum kjörum með útboði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Fjórir söluaðilar á rafmagni svöruðu kalli Hafnarfjarðar. Vísir/Valli Eftir útboð hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt að leita eftir samningum um kaup á rafmagni frá Orkusölunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð bæjarins hefur falið umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar að leita samninga. Bærinn fól EFLU verkfræðistofu að hafa umsjón með útboði á raforkukaupum bæjarins. Það var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og var sérstaklega sent seljendum raforku. Tilboð barst frá fjórum fyrirtækjum og var Orka náttúrunnar með lægsta boð. HS orka skilaði inn tilboði sem var sex prósentum hærra en tilboð Orkusölunnar. Orka náttúrunnar skilaði inn 16 prósentum hærra tilboði og Fallorka 19 prósentum hærra. Í niðurstöðu EFLU kemur fram að lægsta tilboð sé fjórðungi lægra en útgefnir orkutaxtar og mat stofunnar sé að tilboðið sé hagstæðara en önnur tilboð sem bænum bárust. Ef horft er til samningsins sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur við Fallorku í dag og þau verð sem gilda í dag er þetta um það bil fimm prósenta hækkun á heildarkostnaði vegna raforkukaupa, segir í niðurstöðunni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmFélag atvinnurekenda hefur bent á að hægt sé að spara opinbert fjármagn með virkari útboðum af hálfu hins opinbera. FA stóð fyrir fundi um málefnið síðasta þriðjudag. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, var á meðal frummælenda en hann telur að fjölmörg vannýtt tækifæru séu í því að halda opin útboð. Fjárlaganefnd tók saman upplýsingar um útboð hjá stofnunum og fyrirtækjum ríkisins. „Við tókum fyrir allt það sem ætti að vera algjörlega einfalt. Til dæmis raforku sem maður skyldi ætla að væri einfaldasta mál í heimi að bjóða út,“ sagði Guðlaugur Þór á fundinum. Af 160 stofnunum hins opinbera hafi hins vegar bara 7,5 prósent boðið út rafmagnið og 50 prósent boðið út innkaup. Hann sagði að ýmsar stofnanir væru ekki tilbúnar að spara með útboðum. „Stofnanir sem bjóða ekki út hljóta að hafa of mikið á milli handanna og þarf þá að skera sérstaklega niður hjá þeim,“ sagði Guðlaugur. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Eftir útboð hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt að leita eftir samningum um kaup á rafmagni frá Orkusölunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð bæjarins hefur falið umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar að leita samninga. Bærinn fól EFLU verkfræðistofu að hafa umsjón með útboði á raforkukaupum bæjarins. Það var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og var sérstaklega sent seljendum raforku. Tilboð barst frá fjórum fyrirtækjum og var Orka náttúrunnar með lægsta boð. HS orka skilaði inn tilboði sem var sex prósentum hærra en tilboð Orkusölunnar. Orka náttúrunnar skilaði inn 16 prósentum hærra tilboði og Fallorka 19 prósentum hærra. Í niðurstöðu EFLU kemur fram að lægsta tilboð sé fjórðungi lægra en útgefnir orkutaxtar og mat stofunnar sé að tilboðið sé hagstæðara en önnur tilboð sem bænum bárust. Ef horft er til samningsins sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur við Fallorku í dag og þau verð sem gilda í dag er þetta um það bil fimm prósenta hækkun á heildarkostnaði vegna raforkukaupa, segir í niðurstöðunni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmFélag atvinnurekenda hefur bent á að hægt sé að spara opinbert fjármagn með virkari útboðum af hálfu hins opinbera. FA stóð fyrir fundi um málefnið síðasta þriðjudag. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, var á meðal frummælenda en hann telur að fjölmörg vannýtt tækifæru séu í því að halda opin útboð. Fjárlaganefnd tók saman upplýsingar um útboð hjá stofnunum og fyrirtækjum ríkisins. „Við tókum fyrir allt það sem ætti að vera algjörlega einfalt. Til dæmis raforku sem maður skyldi ætla að væri einfaldasta mál í heimi að bjóða út,“ sagði Guðlaugur Þór á fundinum. Af 160 stofnunum hins opinbera hafi hins vegar bara 7,5 prósent boðið út rafmagnið og 50 prósent boðið út innkaup. Hann sagði að ýmsar stofnanir væru ekki tilbúnar að spara með útboðum. „Stofnanir sem bjóða ekki út hljóta að hafa of mikið á milli handanna og þarf þá að skera sérstaklega niður hjá þeim,“ sagði Guðlaugur. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira