"Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Þingmenn fylgdust með umræðum í þingsal. Fréttablaðið/Vilhelm Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira