Ólafur braut engar reglur með þyrluferð sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2016 10:59 Þyrlan á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni. Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni.
Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40
Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55
Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04
Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26