Íslenski boltinn

Davíð Þór: Gekk ekki vel í þessum leikjum í fyrra en unnum samt mótið

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson og Davíð bróðir hans voru góðir á miðjunni í kvöld.
Bjarni Þór Viðarsson og Davíð bróðir hans voru góðir á miðjunni í kvöld. vísir/Stefán
"Við vorum með full tök á þessum leik. Þess vegna er þetta alveg hrikalega svekkjandi," sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi eftir 1-1 jafnteflið í stórleik fimmtu umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld.

Eftir daprar fyrstu 10-15 mínútur tóku gestirnir úr Hafnarfirði völdin á vellinum en þeim tókst samt að missa leikinn niður í jafntefli og Davíð var ekki sáttur við síðustu mínútur sinna manna.

"Í markinu missum við boltanan hægra megin frá okkur séð. Þetta er atvik sem mér fannst vera aukaspyrna og við fengum einhvern hagnað sem var enginn hagnaður. Svo kemur frábær fyrirgjöf frá Heiðari og þeir klára þetta vel. Við vorum samt frekar staðir og of aftarlega í þessu atviki," sagði Davíð Þór.

FH er nú búið að fá aðeins eitt stig úr stórleikjunum á þessari leiktíð gegn KR og Stjörnunni og fyrirliðinn viðurkennir að það er ekki gott.

"Í fyrsta lagi var tapið á móti KR algjör óþarfi og hér áttum við að klára þetta og ná í þrjú stig. Það er aldrei gott að tapa stigum á móti liðunum sem verða kannski í baráttunni við þér á toppnum," sagði hann.

"Við fengum samt ekkert svakalega mörg stig á móti bestu liðunum í fyrra en unnum samt mótið. Við ætlum samt að bæta úr þessu," sagði Davíð Þór Viðarsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×