Er velkomið að reyna skjóðan skrifar 25. maí 2016 14:00 Nú hefur Alþingi samþykkt svokallað haftafrumvarp fjármálaráðherra. Þetta greiðir götu fyrir gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands til að hleypa aflandskrónueigendum úr landi á verulegum afslætti frá gildandi gengi krónunnar. Menn getur greint á um það hvernig til hefur tekist með uppgjör við kröfuhafa gömlu bankanna en víst er að mjög mikilvægt er að losna við þá snjóhengju aflandskróna, sem útboði Seðlabankans er ætlað að hreinsa út úr kerfinu. Annars verður ógerningur að koma einhverju skikki á gjaldeyrisviðskipti hér á landi án þess að skapa stórhættu fyrir fjármálakerfið og samfélagið allt. Ber þá svo við að fulltrúar aflandskrónueigenda halda því fram að með samþykkt laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, eins og haftalögin heita réttu nafni, hafi Alþingi brotið á eignarrétti spákaupmannanna sem eiga aflandskrónurnar. Þetta er fráleitt. Þeir ríflega 300 milljarðar í aflandskrónum, sem nú á að hleypa úr landi með afföllum, eru beinlínis ástæða þess að gjaldeyrishöft hafa þurft að vera svo ströng sem raun ber vitni. Því er mikilvægt að losa þá út úr kerfinu án þess að sú aðgerð sjálf setji kerfið á hliðina. Þarna liggja brýnir almannahagsmunir. Þá verður líka að horfa til þess að aflandskrónueigendur hafa notið í ríkulegum mæli ofurvaxtastefnu Seðlabankans allt frá hruni. Vextina hafa þeir mátt taka og skipta í erlendan gjaldeyri og flytja úr landi þó að höfuðstóllinn hafi verið bundinn. Þetta hefur hentað þeim ágætlega og eru vandfundnar fjárfestingar sem gefa betur af sér en einmitt þessar aflandskrónur sem valda okkur Íslendingum svo miklum vanda. Nú er aflandskrónueigendum settur stóllinn fyrir dyrnar. Þeir fá ekki lengur að liggja með peningana sína á hæstu vöxtum í heimi hér á Íslandi. Vilji þeir áfram geyma peningana sína hér verða þeir fluttir á vaxtalausa reikninga en þeim gefst einnig kostur á að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans og kaupa evrur á genginu 220, eða þar um bil, sem þýðir ríflega þriðjungs afföll þessara eigna. Auðvitað vilja þeir frekar vera með peningana á hávaxtareikningum en það stendur ekki lengur til boða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Skjóðan Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Nú hefur Alþingi samþykkt svokallað haftafrumvarp fjármálaráðherra. Þetta greiðir götu fyrir gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands til að hleypa aflandskrónueigendum úr landi á verulegum afslætti frá gildandi gengi krónunnar. Menn getur greint á um það hvernig til hefur tekist með uppgjör við kröfuhafa gömlu bankanna en víst er að mjög mikilvægt er að losna við þá snjóhengju aflandskróna, sem útboði Seðlabankans er ætlað að hreinsa út úr kerfinu. Annars verður ógerningur að koma einhverju skikki á gjaldeyrisviðskipti hér á landi án þess að skapa stórhættu fyrir fjármálakerfið og samfélagið allt. Ber þá svo við að fulltrúar aflandskrónueigenda halda því fram að með samþykkt laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, eins og haftalögin heita réttu nafni, hafi Alþingi brotið á eignarrétti spákaupmannanna sem eiga aflandskrónurnar. Þetta er fráleitt. Þeir ríflega 300 milljarðar í aflandskrónum, sem nú á að hleypa úr landi með afföllum, eru beinlínis ástæða þess að gjaldeyrishöft hafa þurft að vera svo ströng sem raun ber vitni. Því er mikilvægt að losa þá út úr kerfinu án þess að sú aðgerð sjálf setji kerfið á hliðina. Þarna liggja brýnir almannahagsmunir. Þá verður líka að horfa til þess að aflandskrónueigendur hafa notið í ríkulegum mæli ofurvaxtastefnu Seðlabankans allt frá hruni. Vextina hafa þeir mátt taka og skipta í erlendan gjaldeyri og flytja úr landi þó að höfuðstóllinn hafi verið bundinn. Þetta hefur hentað þeim ágætlega og eru vandfundnar fjárfestingar sem gefa betur af sér en einmitt þessar aflandskrónur sem valda okkur Íslendingum svo miklum vanda. Nú er aflandskrónueigendum settur stóllinn fyrir dyrnar. Þeir fá ekki lengur að liggja með peningana sína á hæstu vöxtum í heimi hér á Íslandi. Vilji þeir áfram geyma peningana sína hér verða þeir fluttir á vaxtalausa reikninga en þeim gefst einnig kostur á að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans og kaupa evrur á genginu 220, eða þar um bil, sem þýðir ríflega þriðjungs afföll þessara eigna. Auðvitað vilja þeir frekar vera með peningana á hávaxtareikningum en það stendur ekki lengur til boða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Skjóðan Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira