Er velkomið að reyna skjóðan skrifar 25. maí 2016 14:00 Nú hefur Alþingi samþykkt svokallað haftafrumvarp fjármálaráðherra. Þetta greiðir götu fyrir gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands til að hleypa aflandskrónueigendum úr landi á verulegum afslætti frá gildandi gengi krónunnar. Menn getur greint á um það hvernig til hefur tekist með uppgjör við kröfuhafa gömlu bankanna en víst er að mjög mikilvægt er að losna við þá snjóhengju aflandskróna, sem útboði Seðlabankans er ætlað að hreinsa út úr kerfinu. Annars verður ógerningur að koma einhverju skikki á gjaldeyrisviðskipti hér á landi án þess að skapa stórhættu fyrir fjármálakerfið og samfélagið allt. Ber þá svo við að fulltrúar aflandskrónueigenda halda því fram að með samþykkt laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, eins og haftalögin heita réttu nafni, hafi Alþingi brotið á eignarrétti spákaupmannanna sem eiga aflandskrónurnar. Þetta er fráleitt. Þeir ríflega 300 milljarðar í aflandskrónum, sem nú á að hleypa úr landi með afföllum, eru beinlínis ástæða þess að gjaldeyrishöft hafa þurft að vera svo ströng sem raun ber vitni. Því er mikilvægt að losa þá út úr kerfinu án þess að sú aðgerð sjálf setji kerfið á hliðina. Þarna liggja brýnir almannahagsmunir. Þá verður líka að horfa til þess að aflandskrónueigendur hafa notið í ríkulegum mæli ofurvaxtastefnu Seðlabankans allt frá hruni. Vextina hafa þeir mátt taka og skipta í erlendan gjaldeyri og flytja úr landi þó að höfuðstóllinn hafi verið bundinn. Þetta hefur hentað þeim ágætlega og eru vandfundnar fjárfestingar sem gefa betur af sér en einmitt þessar aflandskrónur sem valda okkur Íslendingum svo miklum vanda. Nú er aflandskrónueigendum settur stóllinn fyrir dyrnar. Þeir fá ekki lengur að liggja með peningana sína á hæstu vöxtum í heimi hér á Íslandi. Vilji þeir áfram geyma peningana sína hér verða þeir fluttir á vaxtalausa reikninga en þeim gefst einnig kostur á að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans og kaupa evrur á genginu 220, eða þar um bil, sem þýðir ríflega þriðjungs afföll þessara eigna. Auðvitað vilja þeir frekar vera með peningana á hávaxtareikningum en það stendur ekki lengur til boða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Skjóðan Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Nú hefur Alþingi samþykkt svokallað haftafrumvarp fjármálaráðherra. Þetta greiðir götu fyrir gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands til að hleypa aflandskrónueigendum úr landi á verulegum afslætti frá gildandi gengi krónunnar. Menn getur greint á um það hvernig til hefur tekist með uppgjör við kröfuhafa gömlu bankanna en víst er að mjög mikilvægt er að losna við þá snjóhengju aflandskróna, sem útboði Seðlabankans er ætlað að hreinsa út úr kerfinu. Annars verður ógerningur að koma einhverju skikki á gjaldeyrisviðskipti hér á landi án þess að skapa stórhættu fyrir fjármálakerfið og samfélagið allt. Ber þá svo við að fulltrúar aflandskrónueigenda halda því fram að með samþykkt laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, eins og haftalögin heita réttu nafni, hafi Alþingi brotið á eignarrétti spákaupmannanna sem eiga aflandskrónurnar. Þetta er fráleitt. Þeir ríflega 300 milljarðar í aflandskrónum, sem nú á að hleypa úr landi með afföllum, eru beinlínis ástæða þess að gjaldeyrishöft hafa þurft að vera svo ströng sem raun ber vitni. Því er mikilvægt að losa þá út úr kerfinu án þess að sú aðgerð sjálf setji kerfið á hliðina. Þarna liggja brýnir almannahagsmunir. Þá verður líka að horfa til þess að aflandskrónueigendur hafa notið í ríkulegum mæli ofurvaxtastefnu Seðlabankans allt frá hruni. Vextina hafa þeir mátt taka og skipta í erlendan gjaldeyri og flytja úr landi þó að höfuðstóllinn hafi verið bundinn. Þetta hefur hentað þeim ágætlega og eru vandfundnar fjárfestingar sem gefa betur af sér en einmitt þessar aflandskrónur sem valda okkur Íslendingum svo miklum vanda. Nú er aflandskrónueigendum settur stóllinn fyrir dyrnar. Þeir fá ekki lengur að liggja með peningana sína á hæstu vöxtum í heimi hér á Íslandi. Vilji þeir áfram geyma peningana sína hér verða þeir fluttir á vaxtalausa reikninga en þeim gefst einnig kostur á að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans og kaupa evrur á genginu 220, eða þar um bil, sem þýðir ríflega þriðjungs afföll þessara eigna. Auðvitað vilja þeir frekar vera með peningana á hávaxtareikningum en það stendur ekki lengur til boða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Skjóðan Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira