Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2016 06:00 Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira