Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2016 06:00 Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira