„Kerfi blekkinga er óðum að hrynja sem aumasta spilaborg“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2016 23:38 Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Vísir/Anton „Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað. Panama-skjölin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
„Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað.
Panama-skjölin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira