Segir ekki hægt að líða þau vinnubrögð sem tíðkast á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:20 Guðni Th. Jóhannesson Vísir/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. „Forseti er handhafi löggjafarvalds í landinu og á að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af því að Alþingi mælist með svona lítið traust. Hvað þurfum við að gera? Eitt sjálfsagt mál og einfalt er að breyta þingsköpum,“ sagði Guðni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að sú breyting sem gerð hafi verið á þingsköpum árið 2009 hafi ekki reynst breyting til batnaðar. „Umræður um fundarstjórn forseta. Kannist þið við þetta? Þetta er til í öðrum ríkjum en þetta er misnotað á Íslandi og nær hvergi annars staðar. Þess vegna horfir almenningur í landinu á þingið og hugsar „Hvað er þetta fólk að gera?“ Málþófið eins og það hefur þróast er vopn minnihlutans til þess að koma í veg fyrir að meirihlutinn fái að ráða. Svona vinnubrögð getum við ekki liðið,“ sagði Guðni. Hann sagði að þetta væri mál sem forseti gæti beitt sér fyrir með óbeinum, og jafnvel beinum hætti. „Hann getur reynt að breyta þessu með því að hvetja þingmenn til þess að taka sér nú tak og benda á fordæmi annars staðar. [...] Við verðum að efla traust Alþingis en það er ekkert sem við getum notað og sagt „Þess vegna þurfum við sterkan forseta.“ Forsetinn á bara að hjálpa til.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. „Forseti er handhafi löggjafarvalds í landinu og á að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af því að Alþingi mælist með svona lítið traust. Hvað þurfum við að gera? Eitt sjálfsagt mál og einfalt er að breyta þingsköpum,“ sagði Guðni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að sú breyting sem gerð hafi verið á þingsköpum árið 2009 hafi ekki reynst breyting til batnaðar. „Umræður um fundarstjórn forseta. Kannist þið við þetta? Þetta er til í öðrum ríkjum en þetta er misnotað á Íslandi og nær hvergi annars staðar. Þess vegna horfir almenningur í landinu á þingið og hugsar „Hvað er þetta fólk að gera?“ Málþófið eins og það hefur þróast er vopn minnihlutans til þess að koma í veg fyrir að meirihlutinn fái að ráða. Svona vinnubrögð getum við ekki liðið,“ sagði Guðni. Hann sagði að þetta væri mál sem forseti gæti beitt sér fyrir með óbeinum, og jafnvel beinum hætti. „Hann getur reynt að breyta þessu með því að hvetja þingmenn til þess að taka sér nú tak og benda á fordæmi annars staðar. [...] Við verðum að efla traust Alþingis en það er ekkert sem við getum notað og sagt „Þess vegna þurfum við sterkan forseta.“ Forsetinn á bara að hjálpa til.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56