Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. maí 2016 18:02 Guðni Th Jóhannesson mælist með mest fylgi þegar rúmlega mánuður er í kosningar. Vísir Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu. Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu.
Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12
„Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48