Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. maí 2016 18:02 Guðni Th Jóhannesson mælist með mest fylgi þegar rúmlega mánuður er í kosningar. Vísir Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu. Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu.
Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12
„Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48