Sérmál ef fýla ræður för á Landspítalanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir útboð auðvelda sparnaðarleið fyrir ríkið. Fréttablaðið/Anton „Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
„Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00
Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00