Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London.
Eygló var þriðja eftir fyrstu ferðina af fjórum, en hún var í fjórða sæti eftir hundrað metrana. Hún endaði svo í sjötta sæti á tímanum 2:11,03.
Hún var dálítið frá sínu besta, en Íslandsmet Eygló í greininni er 2:09,04.
Katinka Hosszu kom fyrst í mark á 2:07,01.
Beina lýsingu frá Íslendingunum á mótinu má finna hér.
Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti

Tengdar fréttir

Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti
Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London.

Hrafnhildur í úrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London.

Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit
Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis.