Sjávarútvegsráðherra á móti veiðigjöldum og uppboði veiðiheimilda Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 20:55 Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira