Kemur í hlut nýs forseta að stimpla ríkisstjórnina út Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2016 12:30 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær Vísir/GVA Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira