„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2016 15:04 Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira