„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2016 15:04 Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira