Ástralar ánægðastir samkvæmt Ferðamannapúlsi Sæunn Gísladóttir skrifar 18. maí 2016 22:42 Ferðamönnum hefur fjölgað ört síðastliðin ár. Vísir/Berglind „Ferðaþjónusta er sá atvinnuvegur sem er að skapa mestar gjaldeyristekjur fyrir okkur þannig að það er gríðarlega mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um ferðamenn og þeirra upplifun,“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. Í gær var Ferðamannapúls Gallup, Isavia og Ferðamálastofu birtur í fyrsta sinn. Ferðamannapúlsinn mælir heildaránægju og heildarupplifun á heimsókn ferðamanna til Íslands. Almennt er mikil ánægja á meðal þeirra sem koma hingað, meðaleinkunnin var 85,8 af 100 í mars og 85,6 í febrúar. „Þetta verður gefið út mánaðarlega hér eftir,“ segir Einar. „Þessar upplýsingar eru gríðarlegar mikilvægar til að spá fyrir um framtíðina. Ánægðir viðskiptavinir eru líklegri til að koma aftur og segja frá því. Fjöldi ferðamanna og gjaldeyristekjur segja meira um fortíðina, þetta gefur meira til kynna hvað gerist í framtíðinni.“ „Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju, vegna álags á Leifsstöð og á ferðamannastöðunum. Þetta mun mælingin sýna okkur,“ segir Einar. Aðilum í ferðaþjónustu stendur einnig til boða að gera ítarlegar kannanir á sinni þjónustu þannig að þeir geti lagað þjónustuframboð að óskum ferðamanna. Ástralar voru ánægðastir samkvæmt púlsinum með 89,5, Svisslendingar voru næstánægðastir með 88,9 og Bandaríkjamenn með 88,4. Norðurlandaþjóðirnar væru hins vegar óánægðastar. „Það væri mjög áhugavert að sjá sambærilegar kannanir í öðrum löndum,“ segir Einar Einarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Sjá meira
„Ferðaþjónusta er sá atvinnuvegur sem er að skapa mestar gjaldeyristekjur fyrir okkur þannig að það er gríðarlega mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um ferðamenn og þeirra upplifun,“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. Í gær var Ferðamannapúls Gallup, Isavia og Ferðamálastofu birtur í fyrsta sinn. Ferðamannapúlsinn mælir heildaránægju og heildarupplifun á heimsókn ferðamanna til Íslands. Almennt er mikil ánægja á meðal þeirra sem koma hingað, meðaleinkunnin var 85,8 af 100 í mars og 85,6 í febrúar. „Þetta verður gefið út mánaðarlega hér eftir,“ segir Einar. „Þessar upplýsingar eru gríðarlegar mikilvægar til að spá fyrir um framtíðina. Ánægðir viðskiptavinir eru líklegri til að koma aftur og segja frá því. Fjöldi ferðamanna og gjaldeyristekjur segja meira um fortíðina, þetta gefur meira til kynna hvað gerist í framtíðinni.“ „Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju, vegna álags á Leifsstöð og á ferðamannastöðunum. Þetta mun mælingin sýna okkur,“ segir Einar. Aðilum í ferðaþjónustu stendur einnig til boða að gera ítarlegar kannanir á sinni þjónustu þannig að þeir geti lagað þjónustuframboð að óskum ferðamanna. Ástralar voru ánægðastir samkvæmt púlsinum með 89,5, Svisslendingar voru næstánægðastir með 88,9 og Bandaríkjamenn með 88,4. Norðurlandaþjóðirnar væru hins vegar óánægðastar. „Það væri mjög áhugavert að sjá sambærilegar kannanir í öðrum löndum,“ segir Einar Einarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Sjá meira