Trump viðurkennir að sjá eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 23:55 Trump og Kelly í viðtalinu síðastliðinn þriðjudag. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig. Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00
Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00
Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47