Íslenski boltinn

Strákarnir sem unnu Svía í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fagna sigri inn í klefa eftir leikinn.
Strákarnir fagna sigri inn í klefa eftir leikinn. Mynd/Fésbókarsíða Knattspyrnusambands Íslands
Íslenska sautján ára landsliðið í fótbolta vann flottan 3-2 sigur á Svíum í gær á æfingamóti UEFA sem fram fer í Finnlandi.

Það er ekki á hverjum degi sem Ísland vinnur Svíþjóð í fótbolta og magnað hjá strákunum, sem flestir voru að spila sinn fyrsta landsleik, að leggja sterkt sænskt lið að velli.

Þórsarinn Birkir Heimisson skoraði tvö mörk fyrir Ísland í leiknum en þriðja markið skoraði Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason. Leikurinn var æsispennandi og komust bæði liðin yfir í leiknum.

Birkir Heimisson kom Íslandi í 1-0 með marki á 32. mínútu. Svíar skoruðu þá tvívegis og komust í 2-1 en strákarnir létu það ekki slá sig útaf laginu.

Birkir Heimisson jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 62. mínútu og Viktor Örlygur Andrason skoraði svo sigurmark íslenska liðsins á 71. mínútu.

Halldór Björnsson er þjálfari íslenska liðsins og Freyr Sverrisson er aðstoðarþjálfari hans.  Hér fyrir ofan eru myndir af strákunum af fésbókarsíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Finnum á morgun mánudag.

Leikmenn í íslenska hópnum eru:

Bjarki Steinn Bjarkason Afturelding

Ágúst Eðvald Hlynsson Breiðablik

Brynjólfur Darri Willumsson Breiðablik

Elías Rafn Ólafsson Breiðablik

Kolbeinn Þórðarsson Breiðablik

Unnar Steinn Ingvarsson Fram

Dagur Dan Þórhallsson Haukar

Ísak Óli Ólafsson Keflavík

Hjalti Sigurðsson KR

Viktor Lárusson KR

Sævar Atli Magnússon Leiknir R.

Brynjar Atli Bragason Njarðvík

Jón Alfreð Sigurðsson Stjarnan

Lárus Björnsson Stjarnan

Páll Hróar Helgason Stjarnan

Viktor Örlygur Andrason Víkingur R.

Birkir Heimisson Þór

Hermann Helgi Rúnarsson Þór




Fleiri fréttir

Sjá meira


×