Íslenski boltinn

Versta byrjun ÍA frá 1947

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ármann Smári Björnsson og félagar í vörn ÍA réðu lítið við sóknarmenn ÍBV í dag.
Ármann Smári Björnsson og félagar í vörn ÍA réðu lítið við sóknarmenn ÍBV í dag. vísir/vilhelm
Skagamenn steinlágu, 4-0, fyrir Eyjamönnum í 1. umferð Pepsi-deildar karla í dag.

ÍBV var mun sterkari aðilinn í leiknum og eftir 35 mínútur var staðan orðin 3-0. Eyjamenn bættu svo einu marki við í seinni hálfleik og 4-0 sigur þeirra staðreynd.

Þetta er sannarlega engin draumabyrjun hjá ÍA og raunar sögulega slök eins og Brynjólfur Þór Guðmundsson, blaðamaður og stuðningsmaður ÍA, benti á á Twitter í dag.



Það þarf að fara allt aftur til ársins 1947 til að finna jafn slaka byrjun hjá ÍA en það ár tapaði liðið 4-0 fyrir Val í 1. umferðinni.

Skagamenn eru alls ekki vanir að tapa stórt í 1. umferð Íslandsmótsins en það hefur aðeins fimm sinnum gerst að þeir tapi með þremur mörkum eða meira í fyrsta leik sínum. Það gerðist síðast í 1. deildinni 2009 þegar Skagamenn töpuðu 3-0 fyrir Þórsurum.

Stærstu töp í 1. umferð í sögu ÍA:

-4 ÍBV 4-0 ÍA 2016

-4 Valur 4-0 ÍA 1947

-3 Þór 3-0 ÍA 2009

-3 Keflavík 4-1 ÍA 1973

-3 KR 4-1 ÍA 1946




Fleiri fréttir

Sjá meira


×