Að lokinni jarðhitaráðstefnu Bjarni Bjarnason skrifar 4. maí 2016 07:00 Nú er nýafstaðin alþjóðlega jarðhitaráðstefnan Iceland Geothermal Conference. Þetta var sú þriðja í röðinni og hana sóttu um 700 manns frá um 50 löndum. Skipulag, efnistök og öll umgjörð var til fyrirmyndar og vil ég fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þakka Íslenska jarðhitaklasanum og klasastjóranum Gekon fyrir fagmannlega vinnu. Við verðum áþreifanlega vör við það á þingum sem þessu hve lánsöm við erum að njóta jarðhitans. Við finnum það líka hversu mikil framsýni var í því fólgin að nýta hann með þeim hætti sem við höfum gert. Þar eru hitaveiturnar okkar einstakar. Orkan í hitaveitum landsins er þvílík að ef þeirra nyti ekki við dygði allt rafmagn sem framleitt er í landinu varla til að kynda íslensk hús á köldum degi. Ef við teljum að án hitaveitnanna myndum við bara kynda með rafmagni, þá myndi það útheimta að í kuldaköstum væri ekkert rafmagn aflögu í nokkuð annað, hvorki álver, loðnubræðslu, gróðurhús eða rafmagnsbílinn og við þyrftum líklega að slökkva ljósin í húsunum okkar líka. Svo yrði kostnaðurinn margfaldur eins og þeir vita sem þurfa að kynda með rafmagni. Það er því ekki að undra að baráttufélagar okkar gegn hlýnun jarðar víða um heim sæki okkur heim til að kynna sér hvernig hægt er að miðla þvílíkri ofurorku til samfélaga með sjálfbærum og hagkvæmum hætti. Viljum vera bakhjarl Það má spyrja hvað Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur og Orka náttúrunnar eru að gera á svona ráðstefnu því ekki erum við að sækja á erlenda markaði. Okkur finnst það ljúf skylda að upplýsa fróðleiksfúsa milliliðalaust um þau lífsgæði sem jarðhitinn hefur fært okkur, hvaða erfiðleikum við höfum mætt og hvernig við höfum greitt úr þeim. Í samtali við alþjóðlegt áhugafólk um jarðhitann og nýtingu hans á ráðstefnunni lærðum við líka margt. Rétt eins og við miðluðum mistökum okkar (sem við köllum vitaskuld reynslu á ráðstefnum sem þessari) fengum við kost á að læra af mistökum annarra. Það er alla jafna ódýrara en að þurfa að gera þau sjálf. Með þátttökunni viljum við líka vera bakhjarl þeirra fjölmörgu íslensku jarðhitafyrirtækja sem eru að hasla sér völl í útlöndum og hafa mörg hver öðlast sína þekkingu og reynslu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækin. Á ráðstefnunni nú í ár fannst mér sérstaklega vænt um að gestum okkar þótti ekki bara talsvert til jarðhitanýtingarinnar koma. Átak okkar Orkuveitufólks í jafnréttismálum vakti talsverða athygli. Það er nefnilega víðar en hér á landi að orku- og veitufyrirtæki eru tiltölulega einsleitir vinnustaðir sem fara þá á mis við kosti þess að karlar og konur starfi hlið við hlið og njóti sömu kjara. Við þurfum fleiri konur til starfa og sérstaklega í þeim starfsgreinum þar sem þær eru fæstar, í iðn- og tæknistörfunum. Samstarf OR, Veitna og Orku náttúrunnar við Árbæjarskóla vakti athygli en í vetur hafa átta strákar og átta stelpur verið í valáfanga sem kenndur er hjá okkur á Bæjarhálsinum og krakkarnir kynnast góðu handverki af okkar flinkasta fólki. Það var augljóst af ráðstefnunni að orkukerfin í heiminum eru að breytast enda verða þau að gera það. Jarðhitinn kemur þar víða við sögu en þær breytingar gefa fyrirtækjunum líka kost á að innleiða fleiri breytingar samhliða, til dæmis að jarðhitabransinn verði jafnréttisbransi. Hann er sjálfbærari þannig. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Nú er nýafstaðin alþjóðlega jarðhitaráðstefnan Iceland Geothermal Conference. Þetta var sú þriðja í röðinni og hana sóttu um 700 manns frá um 50 löndum. Skipulag, efnistök og öll umgjörð var til fyrirmyndar og vil ég fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þakka Íslenska jarðhitaklasanum og klasastjóranum Gekon fyrir fagmannlega vinnu. Við verðum áþreifanlega vör við það á þingum sem þessu hve lánsöm við erum að njóta jarðhitans. Við finnum það líka hversu mikil framsýni var í því fólgin að nýta hann með þeim hætti sem við höfum gert. Þar eru hitaveiturnar okkar einstakar. Orkan í hitaveitum landsins er þvílík að ef þeirra nyti ekki við dygði allt rafmagn sem framleitt er í landinu varla til að kynda íslensk hús á köldum degi. Ef við teljum að án hitaveitnanna myndum við bara kynda með rafmagni, þá myndi það útheimta að í kuldaköstum væri ekkert rafmagn aflögu í nokkuð annað, hvorki álver, loðnubræðslu, gróðurhús eða rafmagnsbílinn og við þyrftum líklega að slökkva ljósin í húsunum okkar líka. Svo yrði kostnaðurinn margfaldur eins og þeir vita sem þurfa að kynda með rafmagni. Það er því ekki að undra að baráttufélagar okkar gegn hlýnun jarðar víða um heim sæki okkur heim til að kynna sér hvernig hægt er að miðla þvílíkri ofurorku til samfélaga með sjálfbærum og hagkvæmum hætti. Viljum vera bakhjarl Það má spyrja hvað Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur og Orka náttúrunnar eru að gera á svona ráðstefnu því ekki erum við að sækja á erlenda markaði. Okkur finnst það ljúf skylda að upplýsa fróðleiksfúsa milliliðalaust um þau lífsgæði sem jarðhitinn hefur fært okkur, hvaða erfiðleikum við höfum mætt og hvernig við höfum greitt úr þeim. Í samtali við alþjóðlegt áhugafólk um jarðhitann og nýtingu hans á ráðstefnunni lærðum við líka margt. Rétt eins og við miðluðum mistökum okkar (sem við köllum vitaskuld reynslu á ráðstefnum sem þessari) fengum við kost á að læra af mistökum annarra. Það er alla jafna ódýrara en að þurfa að gera þau sjálf. Með þátttökunni viljum við líka vera bakhjarl þeirra fjölmörgu íslensku jarðhitafyrirtækja sem eru að hasla sér völl í útlöndum og hafa mörg hver öðlast sína þekkingu og reynslu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækin. Á ráðstefnunni nú í ár fannst mér sérstaklega vænt um að gestum okkar þótti ekki bara talsvert til jarðhitanýtingarinnar koma. Átak okkar Orkuveitufólks í jafnréttismálum vakti talsverða athygli. Það er nefnilega víðar en hér á landi að orku- og veitufyrirtæki eru tiltölulega einsleitir vinnustaðir sem fara þá á mis við kosti þess að karlar og konur starfi hlið við hlið og njóti sömu kjara. Við þurfum fleiri konur til starfa og sérstaklega í þeim starfsgreinum þar sem þær eru fæstar, í iðn- og tæknistörfunum. Samstarf OR, Veitna og Orku náttúrunnar við Árbæjarskóla vakti athygli en í vetur hafa átta strákar og átta stelpur verið í valáfanga sem kenndur er hjá okkur á Bæjarhálsinum og krakkarnir kynnast góðu handverki af okkar flinkasta fólki. Það var augljóst af ráðstefnunni að orkukerfin í heiminum eru að breytast enda verða þau að gera það. Jarðhitinn kemur þar víða við sögu en þær breytingar gefa fyrirtækjunum líka kost á að innleiða fleiri breytingar samhliða, til dæmis að jarðhitabransinn verði jafnréttisbransi. Hann er sjálfbærari þannig. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun