Grænt ríki Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun