Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2016 18:31 „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19