Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2016 18:23 „Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Eyjunni á Stöð 2 í dag um framboð sitt í ljósi þess að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar sagði forsendur framboðs síns allt aðrar en þegar hann tilkynnt um framboð sitt í apríl síðastliðnum. Fram væru komnir tveir frambjóðendur til viðbótar, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, sem breyttu þessari kosningabaráttu og þá sérstaklega að kominn væri fram einn reynslumesti stjórnmálamaður landsins Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar gaf þó ekki upp hvað hann ætli að gera, hvort hann haldi framboðinu til streitu eða hætti við. Tekur mið af breyttum aðstæðum „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur Ragnar. Spurður hvort hann verði á kjörseðlinum í júní svaraði Ólafur Ragnar: „Þú verður bara einlæglega að meta það að þegar svona staða kemur upp þá hlýt ég að setjast niður og taka mið af þessum breyttu aðstæðum en ég er ekki búinn að lenda þeirri hugsun,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann fór fögrum orðum um Davíð Oddsson. Hann sagði Davíð vera þann mann sem lengst hefur setið í ríkisráðinu af núlifandi Íslendingum. „Davíð var svo elskulegur í morgun í þætti Bylgjunnar að fara lofsamlegum orðum um mig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa sagt við dóttur sína að enginn maður hefði hælt sér svo mikið í fjölmiðlum í marga mánuði líkt og Davíð Oddsson.Kynntist Davíð fyrir 50 árum Hann sagðist hafa kynnst Davíð Oddssyni fyrir 50 árum. Ólafur Ragnar lýsti því að hann hefði ávallt spilað badminton við hálfbróðir Davíðs, Ólaf Oddsson, og tók Ólafur Ragnar fram að hann hefði ávallt unnið Ólaf. Hann sagði að allt í einu hefði Davíð birst í salnum og fylgst með leikjum þeirra og sagðist Ólafur síðast hafa komið að því að Davíð var þar til að stúdera veikleika í leik Ólafs svo hægt væri að sigra hann í badminton. Hann sagði hann og Davíð hafa háð frægar glímur en staðið saman í merkilegum og mikilvægum málum. Líkt og að endurreisa samskipti við Eystrasaltsríkin. Hann sagði Davíð Oddsson einnig hafa staðið þétt við bakið á sér í gegnum veikindi og andlát eiginkonu hans Guðrúnar Katrínar. Sú glíma reyndist fjölskyldu Ólafs Ragnars eðli málsins samkvæmt erfið og sagði Ólafur Ragnar Davíð hafa verið vakinn og sofandi í gegnum þann tíma og sýndi fjölskyldu Ólafs Ragnars mikla hlýju. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Twitter logar eftir tilkynningu Davíðs Fylgstu með umræðunum. 8. maí 2016 12:29 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
„Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Eyjunni á Stöð 2 í dag um framboð sitt í ljósi þess að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar sagði forsendur framboðs síns allt aðrar en þegar hann tilkynnt um framboð sitt í apríl síðastliðnum. Fram væru komnir tveir frambjóðendur til viðbótar, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, sem breyttu þessari kosningabaráttu og þá sérstaklega að kominn væri fram einn reynslumesti stjórnmálamaður landsins Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar gaf þó ekki upp hvað hann ætli að gera, hvort hann haldi framboðinu til streitu eða hætti við. Tekur mið af breyttum aðstæðum „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur Ragnar. Spurður hvort hann verði á kjörseðlinum í júní svaraði Ólafur Ragnar: „Þú verður bara einlæglega að meta það að þegar svona staða kemur upp þá hlýt ég að setjast niður og taka mið af þessum breyttu aðstæðum en ég er ekki búinn að lenda þeirri hugsun,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann fór fögrum orðum um Davíð Oddsson. Hann sagði Davíð vera þann mann sem lengst hefur setið í ríkisráðinu af núlifandi Íslendingum. „Davíð var svo elskulegur í morgun í þætti Bylgjunnar að fara lofsamlegum orðum um mig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa sagt við dóttur sína að enginn maður hefði hælt sér svo mikið í fjölmiðlum í marga mánuði líkt og Davíð Oddsson.Kynntist Davíð fyrir 50 árum Hann sagðist hafa kynnst Davíð Oddssyni fyrir 50 árum. Ólafur Ragnar lýsti því að hann hefði ávallt spilað badminton við hálfbróðir Davíðs, Ólaf Oddsson, og tók Ólafur Ragnar fram að hann hefði ávallt unnið Ólaf. Hann sagði að allt í einu hefði Davíð birst í salnum og fylgst með leikjum þeirra og sagðist Ólafur síðast hafa komið að því að Davíð var þar til að stúdera veikleika í leik Ólafs svo hægt væri að sigra hann í badminton. Hann sagði hann og Davíð hafa háð frægar glímur en staðið saman í merkilegum og mikilvægum málum. Líkt og að endurreisa samskipti við Eystrasaltsríkin. Hann sagði Davíð Oddsson einnig hafa staðið þétt við bakið á sér í gegnum veikindi og andlát eiginkonu hans Guðrúnar Katrínar. Sú glíma reyndist fjölskyldu Ólafs Ragnars eðli málsins samkvæmt erfið og sagði Ólafur Ragnar Davíð hafa verið vakinn og sofandi í gegnum þann tíma og sýndi fjölskyldu Ólafs Ragnars mikla hlýju.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Twitter logar eftir tilkynningu Davíðs Fylgstu með umræðunum. 8. maí 2016 12:29 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15
Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33
Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41