Framundan er söguleg barátta Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. maí 2016 07:00 Davíð Oddsson við höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð. Í baksýn sést Tyrion Lannister sem er einn af aðalpersónunum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Fréttablaðið/Ernir „Ég sjálfur er þannig að langstærstur hluti þjóðarinnar þekkir mig mjög vel. Þekkir vonandi mína kosti og þekkir vel mína mörgu galla,“ sagði Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar tilkynnti hann að hann ætlaði að sækjast eftir embætti forseta Íslands í komandi forsetakosningum. Hann segist hafa tekið ákvörðunina fyrir örfáum dögum og gat ekki svarað því með vissu hvort framboð Ólafs Ragnars, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á hans eigið framboð. „Ég get ekki svarað þessu með afgerandi hætti vegna þess að það er svo stutt síðan ég fór eiginlega að láta þetta mál ná einhverjum tökum á mér,“ sagði hann. Davíð segir að hann bjóði sig meðal annars fram vegna reynslu sinnar og til að bjóða upp á meiri fjölbreytileika í kosningunum. „Ég tel að það mætti hafa einum fleiri rétti á forsetaframboðsmatseðlinum og ég gæti kannski passað þar inn í,“ sagði Davíð. „Bæði reynsla mín og þekking sem er nokkur gæti fallið vel að þessu starfi.“Andri Snær segir epíska baráttu framundanKosningabaráttan efni í þjóðsögur „Þetta stefnir í epíska kosningabaráttu. Söguleg ef ekki þjóðsöguleg kosningabarátta,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, um tíðindi gærdagsins. „Ég hafði ekki búist við því að þessir tveir risar fortíðarinnar myndu mætast á sama velli aftur,“ segir hann. Þá hafi framboð Davíðs breytt landslaginu fyrir kosningar. „Ég held að framboð hans búi til miklu skarpari línur og skarpari valkosti fyrir kjósendur. Ég held að fólk viti hvar hann stendur í bæði lýðræðis- og umhverfismálum og hver hans sýn er á leiðtogahlutverkið.“ Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, tekur vel í framboð Davíðs og er sammála Andra Snæ um að framundan séu sögulegar kosningar.Eiríkur Bergmann.Vísir/Hörður Sveinsson„Hann er einn umdeildasti stjórnmálamaður síðustu aldar og það er alltaf líf og fjör í kring um Davíð,“ segir Guðni. Guðni vill ekki meta eigin stöðu eftir framboð Davíðs. „Ég velti ekki vöngum yfir því. Ég velti því bara fyrir mér hvað ég hef fram að færa, hver mín sjónarmið eru og hvernig mér tekst að fá fólkið í landinu til að styðja þau,“ segir Guðni. Stígur Ólafur til hliðar? Þá var Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, í viðtali á Eyjunni á Stöð 2. Hann gat ekki svarað því hvort hann yrði á kjörseðlinum í sumar eftir að nýleg framboð litu dagsins ljós. „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur aðspurður um veru hans á kjörseðlinum. Ólafur sagðist ekki hafa rætt við Davíð fyrir framboðstilkynningu þess síðarnefnda. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, segir framboðið sprengju inn í kosningarnar. „Þar til maður sér einhverjar tölur er svolítið erfitt að átta sig nákvæmlega á þessu. Maður gerir ráð fyrir að Ólafur og Davíð taki fylgi hvor frá öðrum,“ segir Eiríkur og gefur sér að Ólafur Ragnar verði enn í framboði en Eiríkur getur ekki spáð um hvort Ólafur víki. „Hann myndi ekki opna á þetta svona nema að hann sé að fara að hallast að þeirri niðurstöðu að draga sig í hlé,“ segir hann. „Vendingar íslenskra stjórnmála undangengin misseri hafa verið svo ótrúlegar. Það er ekkert í framboði Davíðs Oddssonar efnislega sem ætti að breyta afstöðu Ólafs Ragnars til síns framboðs. Báðir leggja þeir ofuráherslu á reynslu, það er að segja flokkspólitíska reynslu, en það er nýtilkomin röksemd um forsetaembættið.“Gott fyrir Guðna og Andri aftur í leiknum Eiríkur metur það sem svo að framboð Davíðs sé gott fyrir Guðna Th. Jóhannesson, „Í fyrsta kasti myndi ég halda að þetta væri gott fyrir Guðna. Davíð Oddsson sækir eflaust megnið af sínu fylgi inn í raðir Ólafs og þá verðum við að gefa okkur að Ólafur haldi áfram.“ Eiríkur segir Andra Snæ Magnason hafa verið kominn út í horn eftir framboð Guðna Th. Nú þegar Davíð sé kominn fram gæti hagurinn vænkast hjá Andra. „Hann var kominn út í horn í þessu framboði sem snerist um Guðna og Ólaf. Sú mynd sem blasti við okkur var sú að hann ætti enga möguleika. Þessi staða gæti sett hann inn í myndina aftur þar sem atkvæðin fara að dreifast meira.“Kynslóðirnar berast á banaspjót Þá segir Eiríkur stefna í átök á milli 20. og 21. aldar í komandi forsetakosningum. „Þar er önnur víglína. Ólafur Ragnar og Davíð Oddsson eru andstæðir pólar íslenskra stjórnmála á 20. öldinni. Nú stilla þeir sjálfum sér upp nánast hlið við hlið í þessum kosningum. Reynslan gegn nýgræðingunum,“ segir hann. „Þeir eru líka fulltrúar hinna íslensku stjórnmálaflokka sem hinir frambjóðendurnir virðast ekki vera í sama mæli.“ Er framboð Ólafs og Davíðs til höfuðs Pírötum sem hafa mælst vel í skoðanakönnunum? „Ég veit það nú ekki en það er klárt að þeir hafa báðir stillt sér upp sem andstæðingar róttækra þjóðfélagsbreytinga eins og boðaðar eru í nýrri stjórnarskrá og með rannsóknarskýrslu Alþingis.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Alþingi Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Game of Thrones Tengdar fréttir Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
„Ég sjálfur er þannig að langstærstur hluti þjóðarinnar þekkir mig mjög vel. Þekkir vonandi mína kosti og þekkir vel mína mörgu galla,“ sagði Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar tilkynnti hann að hann ætlaði að sækjast eftir embætti forseta Íslands í komandi forsetakosningum. Hann segist hafa tekið ákvörðunina fyrir örfáum dögum og gat ekki svarað því með vissu hvort framboð Ólafs Ragnars, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á hans eigið framboð. „Ég get ekki svarað þessu með afgerandi hætti vegna þess að það er svo stutt síðan ég fór eiginlega að láta þetta mál ná einhverjum tökum á mér,“ sagði hann. Davíð segir að hann bjóði sig meðal annars fram vegna reynslu sinnar og til að bjóða upp á meiri fjölbreytileika í kosningunum. „Ég tel að það mætti hafa einum fleiri rétti á forsetaframboðsmatseðlinum og ég gæti kannski passað þar inn í,“ sagði Davíð. „Bæði reynsla mín og þekking sem er nokkur gæti fallið vel að þessu starfi.“Andri Snær segir epíska baráttu framundanKosningabaráttan efni í þjóðsögur „Þetta stefnir í epíska kosningabaráttu. Söguleg ef ekki þjóðsöguleg kosningabarátta,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, um tíðindi gærdagsins. „Ég hafði ekki búist við því að þessir tveir risar fortíðarinnar myndu mætast á sama velli aftur,“ segir hann. Þá hafi framboð Davíðs breytt landslaginu fyrir kosningar. „Ég held að framboð hans búi til miklu skarpari línur og skarpari valkosti fyrir kjósendur. Ég held að fólk viti hvar hann stendur í bæði lýðræðis- og umhverfismálum og hver hans sýn er á leiðtogahlutverkið.“ Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, tekur vel í framboð Davíðs og er sammála Andra Snæ um að framundan séu sögulegar kosningar.Eiríkur Bergmann.Vísir/Hörður Sveinsson„Hann er einn umdeildasti stjórnmálamaður síðustu aldar og það er alltaf líf og fjör í kring um Davíð,“ segir Guðni. Guðni vill ekki meta eigin stöðu eftir framboð Davíðs. „Ég velti ekki vöngum yfir því. Ég velti því bara fyrir mér hvað ég hef fram að færa, hver mín sjónarmið eru og hvernig mér tekst að fá fólkið í landinu til að styðja þau,“ segir Guðni. Stígur Ólafur til hliðar? Þá var Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, í viðtali á Eyjunni á Stöð 2. Hann gat ekki svarað því hvort hann yrði á kjörseðlinum í sumar eftir að nýleg framboð litu dagsins ljós. „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur aðspurður um veru hans á kjörseðlinum. Ólafur sagðist ekki hafa rætt við Davíð fyrir framboðstilkynningu þess síðarnefnda. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, segir framboðið sprengju inn í kosningarnar. „Þar til maður sér einhverjar tölur er svolítið erfitt að átta sig nákvæmlega á þessu. Maður gerir ráð fyrir að Ólafur og Davíð taki fylgi hvor frá öðrum,“ segir Eiríkur og gefur sér að Ólafur Ragnar verði enn í framboði en Eiríkur getur ekki spáð um hvort Ólafur víki. „Hann myndi ekki opna á þetta svona nema að hann sé að fara að hallast að þeirri niðurstöðu að draga sig í hlé,“ segir hann. „Vendingar íslenskra stjórnmála undangengin misseri hafa verið svo ótrúlegar. Það er ekkert í framboði Davíðs Oddssonar efnislega sem ætti að breyta afstöðu Ólafs Ragnars til síns framboðs. Báðir leggja þeir ofuráherslu á reynslu, það er að segja flokkspólitíska reynslu, en það er nýtilkomin röksemd um forsetaembættið.“Gott fyrir Guðna og Andri aftur í leiknum Eiríkur metur það sem svo að framboð Davíðs sé gott fyrir Guðna Th. Jóhannesson, „Í fyrsta kasti myndi ég halda að þetta væri gott fyrir Guðna. Davíð Oddsson sækir eflaust megnið af sínu fylgi inn í raðir Ólafs og þá verðum við að gefa okkur að Ólafur haldi áfram.“ Eiríkur segir Andra Snæ Magnason hafa verið kominn út í horn eftir framboð Guðna Th. Nú þegar Davíð sé kominn fram gæti hagurinn vænkast hjá Andra. „Hann var kominn út í horn í þessu framboði sem snerist um Guðna og Ólaf. Sú mynd sem blasti við okkur var sú að hann ætti enga möguleika. Þessi staða gæti sett hann inn í myndina aftur þar sem atkvæðin fara að dreifast meira.“Kynslóðirnar berast á banaspjót Þá segir Eiríkur stefna í átök á milli 20. og 21. aldar í komandi forsetakosningum. „Þar er önnur víglína. Ólafur Ragnar og Davíð Oddsson eru andstæðir pólar íslenskra stjórnmála á 20. öldinni. Nú stilla þeir sjálfum sér upp nánast hlið við hlið í þessum kosningum. Reynslan gegn nýgræðingunum,“ segir hann. „Þeir eru líka fulltrúar hinna íslensku stjórnmálaflokka sem hinir frambjóðendurnir virðast ekki vera í sama mæli.“ Er framboð Ólafs og Davíðs til höfuðs Pírötum sem hafa mælst vel í skoðanakönnunum? „Ég veit það nú ekki en það er klárt að þeir hafa báðir stillt sér upp sem andstæðingar róttækra þjóðfélagsbreytinga eins og boðaðar eru í nýrri stjórnarskrá og með rannsóknarskýrslu Alþingis.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Game of Thrones Tengdar fréttir Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels