Stór hluti Panamaskjalanna verður gerður aðgengilegur klukkan 18:00 í dag. Þá geta þeir sem vilja farið á slóðina offshoreleaks.icij.org og leitað eftir landi eða nafni. Talað er um að sá hluti sem verður lekið til almennings í dag uppljóstri um meira en 200 þúsund aflandsreikninga í um 20 skattaskjólum víðs vegar um heim.
Skjölin sem um ræðir eru öll úr lekanum frá Mossack Fonseca sem uppljóstrarinn John Doe lak upphaflega til alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna ICIJ.
Þegar komið er inn á síðuna kemst notandinn ekki áfram nema að haka við þá yfirlýsingu ICIJ að með aðgengi að skjölunum sé með engu móti verið að gefa í skyn að þau nöfn sem upp koma við leitina hafi stundað ólöglegt athæfi.
Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag

Tengdar fréttir

Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun
Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi.

Umdeilt skattahagræði auðmanna í Bretlandi
Erlendir einstaklingar með háar fjármagnstekjur hafa mestan hag af því að skrá sig með þeim hætti sem forsetafrúin Dorrit Moussaieff hefur gert í Bretlandi, segir Jakob Jakobsson skattalögfræðingur.

Uppljóstrari Panama-skjalana: Reiðubúinn að aðstoða stjórnvöld við skattrannsóknir gegn friðhelgi
Segir stjórnvöld hafa lagt líf Edward Snowden og fleiri uppljóstrara í rúst. Styðst við nafnið John Doe.