Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2016 20:45 Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum. Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum.
Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30