Dagur eða Oddný Þór Rögnvaldsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Skrattakornið sem það fer í taugarnar á mér að þurfa að setjast við tölvuna – vegna þess að enginn annar hefur gengið í verkið – til þess að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri; skilaboðum sem allir eru hvort eð er sammála um: Samfylkingin þarf nýjan leiðtoga. Árni Páll hefur slegið á vitlausa strengi – frá byrjun. Fyrsta villa hans – og sú afdrifaríkasta – var sú að snúa strax baki við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í stað þess að sækja fram til sigurs í nafni þeirra miklu afreka sem sú ríkisstjórn vann; þ.e. að rétta þjóðarskútuna við eftir hrunið mikla – sem var einstakt afrek. Nú síðast hins vegar kórónar hann vitleysuna með því að kenna öllu öðru samfylkingarfólki um auma stöðu mála – og á þann máta firra sjálfan sig ábyrgð. Lágkúrulegra getur það ekki orðið. Samfylkingin á ekki nema tvö raunverulega öflug leiðtogaefni – og aðeins þessi tvö. Fyrstur í flokki fer auðvitað Dagur B. Eggertsson enda er hann langvinsælasti fulltrúi Fylkingarinnar. Mig minnir hins vegar að hann hafi á sínum tíma lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að fara í landsmálin – en það er nú svo að nauðsyn brýtur lög og enginn mundi núa honum því um nasir þótt hann svaraði kalli tímans. Ef Dagur hins vegar reynist ófáanlegur í slaginn þá er það Oddný Harðardóttir – og bara hún – sem er það foringjaefni sem treystandi væri til að rétta Fylkinguna við úr lægðinni djúpu. Fylgið er þarna – það vantar bara öflugan foringja til þess að sameina kraftana. Á hinn bóginn: Ef allt verður við það sama – ef ekkert breytist – þá er ég ekki einu sinni viss um að Fylkingin fái mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Skrattakornið sem það fer í taugarnar á mér að þurfa að setjast við tölvuna – vegna þess að enginn annar hefur gengið í verkið – til þess að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri; skilaboðum sem allir eru hvort eð er sammála um: Samfylkingin þarf nýjan leiðtoga. Árni Páll hefur slegið á vitlausa strengi – frá byrjun. Fyrsta villa hans – og sú afdrifaríkasta – var sú að snúa strax baki við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í stað þess að sækja fram til sigurs í nafni þeirra miklu afreka sem sú ríkisstjórn vann; þ.e. að rétta þjóðarskútuna við eftir hrunið mikla – sem var einstakt afrek. Nú síðast hins vegar kórónar hann vitleysuna með því að kenna öllu öðru samfylkingarfólki um auma stöðu mála – og á þann máta firra sjálfan sig ábyrgð. Lágkúrulegra getur það ekki orðið. Samfylkingin á ekki nema tvö raunverulega öflug leiðtogaefni – og aðeins þessi tvö. Fyrstur í flokki fer auðvitað Dagur B. Eggertsson enda er hann langvinsælasti fulltrúi Fylkingarinnar. Mig minnir hins vegar að hann hafi á sínum tíma lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að fara í landsmálin – en það er nú svo að nauðsyn brýtur lög og enginn mundi núa honum því um nasir þótt hann svaraði kalli tímans. Ef Dagur hins vegar reynist ófáanlegur í slaginn þá er það Oddný Harðardóttir – og bara hún – sem er það foringjaefni sem treystandi væri til að rétta Fylkinguna við úr lægðinni djúpu. Fylgið er þarna – það vantar bara öflugan foringja til þess að sameina kraftana. Á hinn bóginn: Ef allt verður við það sama – ef ekkert breytist – þá er ég ekki einu sinni viss um að Fylkingin fái mitt atkvæði.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar