Sjómenn sjá til lands í viðræðum við útgerð Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þá hefur greint á við útgerðarmenn um hluti á borð við mönnun og þátttöku í kostnaði við útgerðina. vísir/jse „Við erum að vonast til þess að geta lokið þessu í næstu viku, annað hvort af eða á,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um kjaraviðræður sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ). „Vonandi tekst að klára þetta,“ segir Valmundur og tekur undir að slæmar fréttir yrðu ef niðurstaðan í viðræðunum yrði af en ekki á. „En við erum náttúrlega fullir bjartsýni og vonumst til þess að klára málið með samningi líkt og virðist í pípunum, en svo náttúrlega veit maður aldrei hvað verður.“ Valmundur segir að fundað hafi verið bæði formlega og óformlega hjá ríkissáttasemjara, þar af tveir óformlegir fundir í byrjun þessarar viku. „Þannig að það er gangur í þessu,“ segir hann. Enn sé þó ekki búið að negla niður tíma fyrir formlegan fund hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. „Það á eftir að hnýta nokkra lausa enda og eftir það verður boðað til fundar,“ segir Valmundur. Einnig verði fundað eftir helgina með „stóru“ samninganefnd sjómanna. „Svona til þess að fara yfir hvað við erum að gera og fá leyfi til að skrifa undir.“ Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011.Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands ÍslandsNokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að forða aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um. Meðal ágreiningsefna sem ákveðið hefur verið að halda fyrir utan viðræðurnar nú eru krafa sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Við erum að vonast til þess að geta lokið þessu í næstu viku, annað hvort af eða á,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um kjaraviðræður sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ). „Vonandi tekst að klára þetta,“ segir Valmundur og tekur undir að slæmar fréttir yrðu ef niðurstaðan í viðræðunum yrði af en ekki á. „En við erum náttúrlega fullir bjartsýni og vonumst til þess að klára málið með samningi líkt og virðist í pípunum, en svo náttúrlega veit maður aldrei hvað verður.“ Valmundur segir að fundað hafi verið bæði formlega og óformlega hjá ríkissáttasemjara, þar af tveir óformlegir fundir í byrjun þessarar viku. „Þannig að það er gangur í þessu,“ segir hann. Enn sé þó ekki búið að negla niður tíma fyrir formlegan fund hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. „Það á eftir að hnýta nokkra lausa enda og eftir það verður boðað til fundar,“ segir Valmundur. Einnig verði fundað eftir helgina með „stóru“ samninganefnd sjómanna. „Svona til þess að fara yfir hvað við erum að gera og fá leyfi til að skrifa undir.“ Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011.Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands ÍslandsNokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að forða aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um. Meðal ágreiningsefna sem ákveðið hefur verið að halda fyrir utan viðræðurnar nú eru krafa sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira