Stjórnendur YouTube-rásarinnar EverythingApplePro ákvaðu að sjá hvernig það myndi koma út ef þeir myndu prófa allar þær gerðir af iPad spjaldtölvum Apple sem komið hafa út. Í einu. Allt frá fyrstu gerð iPadsins sem kom út árið 2010 til þeirra nýjustu sem kom út á þessu ári, alls 12 talsins.
Alls eru iPadarnir tólf bornir saman í mismunandi prófunum, allt frá hraða til krafts. Sumar niðurstöðurnar koma nokkuð á óvart.