Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. apríl 2016 07:00 Aðstandendur hinna látnu fagna innilega niðurstöðum rannsóknarinnar, sem lengi hefur verið beðið eftir. Fréttablaðið/EPA Heilum 27 árum eftir að nærri hundrað manns létu lífið í troðningi á fótboltavelli hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að lögreglan beri meginábyrgðina. Aðstandendur hinna látnu fögnuðu niðurstöðunni. David Cameron forsætisráðherra segir að þarna hafi fengist opinber staðfesting á því að fótboltaaðdáendurnir, sem voru á vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, hafi verið alsaklausir. David Cuckenfield var yfirmaður í lögreglunni þegar harmleikurinn á Hillsborough-vellinum varð. Alls létu 96 manns lífið og 766 meiddust. Cuckenfeld er í úrskurði rannsóknarkviðdóms sagður hafa brugðist skyldu sinni og sýnt af sér vítaverða vanrækslu. Þar með hafi hann gerst sekur um manndráp. Lögreglan hafi gert margvísleg mistök sem hafi gert ástandið á vellinum hættulegra en ella hefði orðið. Meðal annars hafi lögreglunni ekki tekist að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi inn á völlinn. Þá hafi viðbrögð lögreglu og sjúkraliðs verið alltof hæg, ekki síst vegna þess að of seint hafi verið lýst yfir neyðarástandi. Þá hafi verið gerð alvarleg mistök með því að fresta ekki upphafi leiksins þegar í ljós kom að alvarlegur troðningur var að myndast. Gagnrýnt er að lögreglan hafi ekki dregið neinn lærdóm af fyrri atburðum, en hættuástand hafi nokkrum sinnum áður myndast á þessum sama leikvangi. Athygli lögreglu og fjölmiðla beindist eingöngu að áhorfendum og sökin sögð liggja hjá fótboltabullum, sem hafi hagað sér með vítaverðum hætti. „Fólk var á móti okkur. Við höfðum fjölmiðlana á móti okkur og stjórnvöld líka,“ er haft eftir Margaret Aspinall á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. „Allt var á móti okkur.“ Aspinall missti átján ára son sinn í troðningnum við Hillsborough-völlinn. Aðstandendur hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að atburðurinn yrði rannsakaður ofan í kjölinn. Á endanum var ákveðið að leggja fjórtán spurningar fyrir níu manna kviðdóm, sem skýrði frá niðurstöðum sínum í gær. Við öllum spurningunum nema einni komst kviðdómurinn að einróma niðurstöðu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Heilum 27 árum eftir að nærri hundrað manns létu lífið í troðningi á fótboltavelli hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að lögreglan beri meginábyrgðina. Aðstandendur hinna látnu fögnuðu niðurstöðunni. David Cameron forsætisráðherra segir að þarna hafi fengist opinber staðfesting á því að fótboltaaðdáendurnir, sem voru á vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, hafi verið alsaklausir. David Cuckenfield var yfirmaður í lögreglunni þegar harmleikurinn á Hillsborough-vellinum varð. Alls létu 96 manns lífið og 766 meiddust. Cuckenfeld er í úrskurði rannsóknarkviðdóms sagður hafa brugðist skyldu sinni og sýnt af sér vítaverða vanrækslu. Þar með hafi hann gerst sekur um manndráp. Lögreglan hafi gert margvísleg mistök sem hafi gert ástandið á vellinum hættulegra en ella hefði orðið. Meðal annars hafi lögreglunni ekki tekist að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi inn á völlinn. Þá hafi viðbrögð lögreglu og sjúkraliðs verið alltof hæg, ekki síst vegna þess að of seint hafi verið lýst yfir neyðarástandi. Þá hafi verið gerð alvarleg mistök með því að fresta ekki upphafi leiksins þegar í ljós kom að alvarlegur troðningur var að myndast. Gagnrýnt er að lögreglan hafi ekki dregið neinn lærdóm af fyrri atburðum, en hættuástand hafi nokkrum sinnum áður myndast á þessum sama leikvangi. Athygli lögreglu og fjölmiðla beindist eingöngu að áhorfendum og sökin sögð liggja hjá fótboltabullum, sem hafi hagað sér með vítaverðum hætti. „Fólk var á móti okkur. Við höfðum fjölmiðlana á móti okkur og stjórnvöld líka,“ er haft eftir Margaret Aspinall á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. „Allt var á móti okkur.“ Aspinall missti átján ára son sinn í troðningnum við Hillsborough-völlinn. Aðstandendur hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að atburðurinn yrði rannsakaður ofan í kjölinn. Á endanum var ákveðið að leggja fjórtán spurningar fyrir níu manna kviðdóm, sem skýrði frá niðurstöðum sínum í gær. Við öllum spurningunum nema einni komst kviðdómurinn að einróma niðurstöðu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira