Körfubolti

Atlanta sendi Boston í sumarfrí

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Atlanta Hawks komst í nótt áfram í undanúrslit austurdeildar NBA þegar liðið lagið Boston Celtics á útivelli, 104-92, og vann einvígið samanlagt, 4-2.

Atlanta átti besta tímabil í sögu liðsins í fyrra en féll úr leik í undanúrslitum eftir nokkuð skammarlegt tap gegn Cleveland. Það fær nú annað tækifæri til að leggja LeBron James og félaga að velli en liðin mætast aftur í undanúrslitum austursins. Boston hefur nú fallið úr keppni í fyrstu umferð þrjú ár í röð.

Hawks komst í 2-0 í einvíginu en Boston jafnaði rimmuna með tveimur sigrum á heimavelli. Atlanta vann svo tvo í röð og komst áfram.

Paul Millsap var stigahæstur Atlanta í nótt með 17 stig en allt byrjunarlið Hawks skoraði yfir tíu stig. Kent Bazemore og Al Horford skoruðu báðir fimmtán stig.

Hjá Boston var Isiah Thomas stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Jae Crowder skoraði fimmtán stig fyrir Boston sem er nú komið í langt og gott sumarfrí.

Allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×