Körfubolti

Kveðja, Kobe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe kvaddi í nótt.
Kobe kvaddi í nótt. vísir/getty
Eftir tuttugu ár, 1.346 leiki, fimm titla og yfir 33 þúsund stig, þá lauk NBA-ferli bandaríska körfuboltamannsins Kobe Bryant í Los Angeles í nótt. Síðasti leikurinn var á móti Utah Jazz og skipti lið hans engu máli en þannig hefur þetta nú verið í vetur. Leikir Lakers hafa snúist um kveðjuferð Kobe um Bandaríkin en sigrarnir og aðallega tapleikirnir hafa verið verið hálfgert aukaatriði.

Átrúnaðargoð Kobe Bryant var Michael Jordan og þeir eru alltaf bornir mikið saman enda að mörgu leiti mjög líkir leikmenn. Það er erfiðara að finna meiri keppnismenn og báðir áttu stórkostlega ferla í NBA. Kobe náði að skora meira en Jordan á ferlinum en náði ekki að jafna titlafjöldann sem mun eflaust plaga hann um ókomna tíð.

Þrettándi apríl 2016 verður nú skráður í sögubækur Los Angeles Lakers enda hefur enginn leikmaður spilað fleiri leiki eða skorað fleiri stig fyrir félagið en Kobe Bryant, hvort sem er í deild eða úrslitakeppni. Hann hefur komið sér vel fyrir um alla metabók Los Angeles Lakers – og það er ekki eins og einhverjir meðalmenn hafi verið að spila með þessu sigursæla NBA-liði í gegnum tíðina.

Það eru samt fleiri dagar sem standa upp úr á þessum frábæra ferli og á þessari síðu förum við yfir nokkra þeirra. Það var af nógu að taka og því komust ekki nærri því allar stærstu stundir Kobe fyrir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×