Zika-veiran hættulegri en áður var talið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2016 10:36 Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39
Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41
Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03