Fjölmargir féllu fyrir aprílgabbi Vísis sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 17:44 Fast 8 bílarnir voru því miður ekki til sýnis í dag – en fólk greip þó ekki í tómt. Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm
Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13
Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30