Erlendir fjölmiðlamenn: Töldu að búið væri að hreinsa betur til Birta Björnsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:00 Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK. Panama-skjölin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK.
Panama-skjölin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira