Óljóst hvenær Alþingi kemur saman á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 20:49 Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis, rétt áður en hann gekk á fund forseta Íslands. Vísir/anton Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04