Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2016 07:00 Bernie Sanders Nordicphotos/AFP Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira