Búið er að boða til tveggja ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag. Sá fyrri hefst klukkan 14 þar sem ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lýkur störfum. Seinni fundurinn hefst svo klukkan 15 þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun skipa ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Tilkynnt var um það í gærkvöldi að Sigurður Ingi verði nýr forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ríkisstjórn sem utanþingsráðherra Framsóknarflokksins. Skipting ráðuneyta á milli stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, verða óbreytt en ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti Lilja mun taka við.
Nú fyrir hádegi, klukkan 10.30, verður þingfundur þar sem þeir Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum.
Boðað til ríkisráðsfunda í dag
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
